Kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 báða dagana. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Mater Dei, verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Durante auk þess sem kórinn frumflytur nýtt verk, Stabat Mater, sem tónskáldið John A. Speight hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae.Vox feminae heldur upp á 15 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir
Flytjendur á tónleikunum auk Vox feminae eru Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, Daði Kolbeinsson, englahorn, Sif Tulinius, 1. fiðla og konsertmeistari, Pálína Árnadóttir, 2. fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló, Hávarður Tryggvason, bassi og Antonía Hevesi, orgel. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir en frumflutningi verksins Stabat Mater mun höfundurinn John A. Speight stjórna. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röðinni af veglegri og glæsilegri dagskrá sem Kvennakórinn Vox feminae mun standa fyrir á afmælisári sínu en í haust hóf kórinn sitt fimmtánda starfsár. Kórinn hefur aldrei fengið svo stórt tónverk tileinkað honum sérstaklega og er því um merkan viðburð í sögu kórsins að ræða. Miðaverð er kr. 2500 og verða miðar seldir við innganginn.
Kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 báða dagana. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Mater Dei, verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Durante auk þess sem kórinn frumflytur nýtt verk, Stabat Mater, sem tónskáldið John A. Speight hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae.Stabat Mater byggir á harmljóði eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti
Verkið byggir á hinu sígilda harmljóði, Stabat Mater Dolorosa, eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti og fjallar um hinn djúpa skerandi harm móður sem stendur við kross sonar síns og fylgist með dauðastríði hans án þess að geta nokkuð að gert. Stóð við krossinn mærin mæra, Mændi´á soninn hjartakæra,- Grátin sá, hvar Guðs son hékk. Sorgin önd og sálu marði, Svo að brjóstið treginn harði Eins og sverð í gegnum gekk. (íslensk þýðing Matthías Jochumson)
Flytjendur á tónleikunum auk Vox feminae eru Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, Daði Kolbeinsson, englahorn, Sif Tulinius, 1. fiðla og konsertmeistari, Pálína Árnadóttir, 2. fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló, Hávarður Tryggvason, bassi og Antonía Hevesi, orgel. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir en frumflutningi verksins Stabat Mater mun höfundurinn John A. Speight stjórna. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röðinni af veglegri og glæsilegri dagskrá sem Kvennakórinn Vox feminae mun standa fyrir á afmælisári sínu en í haust hóf kórinn sitt fimmtánda starfsár. Kórinn hefur aldrei fengið svo stórt tónverk tileinkað honum sérstaklega og er því um merkan viðburð í sögu kórsins að ræða. Miðaverð er kr. 2500 og verða miðar seldir við innganginn.
Kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 báða dagana. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Mater Dei, verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Durante auk þess sem kórinn frumflytur nýtt verk, Stabat Mater, sem tónskáldið John A. Speight hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae.Stabat Mater byggir á harmljóði eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti
Verkið byggir á hinu sígilda harmljóði, Stabat Mater Dolorosa, eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti og fjallar um hinn djúpa skerandi harm móður sem stendur við kross sonar síns og fylgist með dauðastríði hans án þess að geta nokkuð að gert. Stóð við krossinn mærin mæra, Mændi´á soninn hjartakæra,- Grátin sá, hvar Guðs son hékk. Sorgin önd og sálu marði, Svo að brjóstið treginn harði Eins og sverð í gegnum gekk. (íslensk þýðing Matthías Jochumson)