Um næstu helgi (25.-27. apríl) fer fram sjöunda landsmót Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra. Mótið verður haldið á Höfn í Hornarfirði og hefur Kvennakór Hornafjarðar haft veg og vanda að öllum undirbúningi vegna mótsins. Tónleikar verða haldnir bæði laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl. Á laugardeginum flytur hver kór lög af sinni efnisskrá. Á sunnudeginum verður afrakstur vinnuhópa fluttur þegar á fjórða hundrað konur syngja saman við undirleik stórhljómsveitar Jóhanns Morávek, sem stofnuð var sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Landsmótslagið "Þegar sólin skín" verður frumflutt af öllum kórunum, en það var samið sérstaklega fyrir landsmótið, af tónskáldinu Þóru Marteinsdóttur við texta Guðbjartar Össurarsonar. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið hér á vefsetrinu undir linknum "Landsmót".
Þessir kórar eru á leiðinni á landsmótið
14 kórar hafa skráð sig til leiks;
Jórukórinn á Selfossi,
Kvennakór Garðabæjar,
Kvennakór Hafnarfjarðar,
Kvennakór Hornafjarðar,
Kvennakór Kópavogs,
Kvennakór Reykjavíkur,
Kvennakór Suðurnesja,
Kvennakórinn Heklurnar,
Kvennakórinn Kyrjurnar,
Kvennakórinn Ljósbrá,
Kvennakórinn Seljurnar,
Kyrjukórinn á Þorlákshöfn og
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur.
Góða ferð og góða skemmtun!
Þessir kórar eru á leiðinni á landsmótið
14 kórar hafa skráð sig til leiks;
Jórukórinn á Selfossi,
Kvennakór Garðabæjar,
Kvennakór Hafnarfjarðar,
Kvennakór Hornafjarðar,
Kvennakór Kópavogs,
Kvennakór Reykjavíkur,
Kvennakór Suðurnesja,
Kvennakórinn Heklurnar,
Kvennakórinn Kyrjurnar,
Kvennakórinn Ljósbrá,
Kvennakórinn Seljurnar,
Kyrjukórinn á Þorlákshöfn og
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur.
Góða ferð og góða skemmtun!