Á Góugleðinni koma fram listamenn og aðrir sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt.
Hin landsþekkta Sigga Kling bregður sér í hlutverk veislustjóra og mun halda utan um dagskrárliði kvöldsins.
Listamaður Garðabæjar, Karólína Eiríksdóttir, tónskáld kynnir verk sín auk þess sem þrjú verka hennar verða flutt m.a. af Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara og Kvennakór Garðabæjar en kórinn frumflytur verkið "Fuglatal brot úr yfirliti yfir fuglana á Íslandi" við texta Jónasar Hallgrímssonar.
Ræðumaður kvöldsins verður Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og ráðgjafi SHJ ráðgjafa.
Frá Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram efnilegir nemendur og flytja verk fyrir píanó og þverflautu.
Að sjálfsögðu mun Kvennakór Garðabæjar stíga á stokk og syngja nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur sópransöngkonu og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, píanóleikara.
Kaffihúsastemning og kaffi og kruðerí að hætti kórkvenna.
Aðgangseyrir er 1500 kr.