Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, heldur aðalfund einu sinni á ári. Síðasti fundur var haldinn 20. október 2007. Á fundinum voru fulltrúar frá 14 kórum. Stjórn Gígjunnar vill benda þeim kórum, sem ekki gátu sent fulltrúa sína til fundarins, á að kynna sér fundargerð frá fundinum. Fundargerðina er að finna hér á vefsetrinu, vinstra megin undir linknum Fundargerðir. Eitt helsta málefni fundarins voru breytingar á lögum sambandsins. Næsti aðalfundur Gígjunnar verður haldinn haustið 2008 en nánar um það síðar.
Nánar um aðalfundinn 20. október 2007
Fundurinn hófst á skýrslu formanns þar sem hún fór yfir helstu verkefni stjórnar og gaf upplýsingar um þau mál sem framundan eru. Reikningar voru lagðir fram og samþykktir, ef einhver kór hefur áhuga á því að fá þá senda í pósti þá er um að gera að senda tölvupóst með þeirri beiðni. Fundurinn samþykkti tillögu um styrki vegna ferða stjórnarmanna á stjórnarfundi. Miklar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins en fyrir fundinum lágu breytingar á mörgum lagagreinum. Ný lög Gígjunnar eru komin undir linkinn Lög og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þau vel. Í fundargerðinni er hægt að sjá með skýrum hætti hvaða breytingar voru lagðar fram og samþykktar. Ragna Jóna Helgadóttir frá Kvennakór Hafnafjarðar gaf fundarmönnum greinargóða lýsingu á síðasta landsmóti sem haldið var í Hafnarfirði árið 2005. Fulltrúar frá Kvennakór Hornafjarðar kynntu Kvennakór Hornafjarðar og Hornafjörð en í vor verður næsta landsmót Gígjunnar haldið þar. Þuríður Pétursdóttir sagði frá Norrænu kvennakóramóti sem haldið verður í Noregi í apríl. Fundargerðin inniheldur einnig nokkrar myndir frá fundinum, kíkið á!
Nánar um aðalfundinn 20. október 2007
Fundurinn hófst á skýrslu formanns þar sem hún fór yfir helstu verkefni stjórnar og gaf upplýsingar um þau mál sem framundan eru. Reikningar voru lagðir fram og samþykktir, ef einhver kór hefur áhuga á því að fá þá senda í pósti þá er um að gera að senda tölvupóst með þeirri beiðni. Fundurinn samþykkti tillögu um styrki vegna ferða stjórnarmanna á stjórnarfundi. Miklar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins en fyrir fundinum lágu breytingar á mörgum lagagreinum. Ný lög Gígjunnar eru komin undir linkinn Lög og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þau vel. Í fundargerðinni er hægt að sjá með skýrum hætti hvaða breytingar voru lagðar fram og samþykktar. Ragna Jóna Helgadóttir frá Kvennakór Hafnafjarðar gaf fundarmönnum greinargóða lýsingu á síðasta landsmóti sem haldið var í Hafnarfirði árið 2005. Fulltrúar frá Kvennakór Hornafjarðar kynntu Kvennakór Hornafjarðar og Hornafjörð en í vor verður næsta landsmót Gígjunnar haldið þar. Þuríður Pétursdóttir sagði frá Norrænu kvennakóramóti sem haldið verður í Noregi í apríl. Fundargerðin inniheldur einnig nokkrar myndir frá fundinum, kíkið á!