Kvennakór Öldutúns æfði í vetur kafla úr Stabat Mater eftir Pergolesi. Verkið var flutt í heild sinni 27. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Þátttakendur voru Kvennakór Öldutúns, nemendur úr Söngskóla Domus vox, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir alt, Guðmundur Sigurðsson orgel og strengjakvartett. Einnig flutti Kvennakór Öldutúns trúarlega tónlist úr ýmsum áttum.
Kvennakór Öldutúns fór í æfingabúðir að Hótel Hamri í Borgarfirði 19. og 20. febrúar. Þar var frábært að vera fyrir utan söngaðstöðuna. Það hljómaði sérstakleg illa þar, ekkert í umhverfinu sem hjálpaði tóninum að lifa.
Í vor nánar tiltekið 28. og 29. maí heldur Kvennakór Öldutúns till Akureyrar. Þar á kórinn stefnumót við Karlakór frá Akureyri. Ekki er enn ákveðið hvar tónleikarnir verða en hugmynd er að halda þá í Hrísey. Konurnar flytja þar lög frá norðurlöndum og svo koma kórarnir til með að syngja saman nokkur lög.