Laugardaginn 9. nóvember heldur Kvennakórinn Ymur kórahitting. Gestir Yms verða Kvennakór Hafnarfjarðar og Freyjukórinn úr Borgarfirði.
Kórarnir ætla að eyða deginum saman frá kl. 13:00 og halda sameiginlega tónleika kl. 17:00 í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
Eftir tónleika verður svo matur og skemmtun í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit.