Föstudaginn 8. desember kl 20:00 verður Freyjukórinn ásamt ungu fólki úr Borgarfirði með jólatónleika og skemmtun í Reykholtskirkju. Stjórnandi tónleikanna er Zsuzsann Budai en fjöldi ungs fólks og ýmsir tónlistarmenn mun koma fram á þessum tónleikum með Freyjunum.Kátt er um jólin !
Freyjukórinn sem nú samanstendur af um 25 konum undir stjórn Zsuzsönnu Budai mun halda jólaskemmtunina - Kátt er um jólin. Fjöldi jólalaga verður á dagskrá, m.a. verður fluttur nýr íslenskur jólatexti Eitt lítið jólatré eftir Ásdísi Ingimarsdóttur kennara í Grunnskólanum í Borgarnesi í útsetningu Gunnars Ringsted og nýlegur jólatexti Vísa á jólakvöldi sem þýddur er af Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri. Undirleikari Freyjanna verður Ástríður Haraldsdóttir. Fjöldi ungs fólks mun auk þess spila og syngja með Freyjunum. Þar má nefna systurnar Ástu og Unni Þorsteinsdætur frá Fróðastöðum, Önnu Sólrúnu Kolbeinsdóttur frá Stóra Ási, Daníel Einarsson frá Borgarnesi, Aðalheiði Karlottu Guðlaugsdóttur frá Hvanneyri og Þorgerði Ólafsdóttur frá Sámsstöðum. Fluttar verða örsögur og verður bryddað uppá fjölbreyttum undirleik þar sem fiðlur, trommur og ekki síst steinharpa Páls á Húsafelli fær að óma. Unnur Halldórsdóttir hótelrekandi og hagyrðingur mun sjá um að kynna dagskráliði og skreyta dagskrána að eigin hætti.
Freyjukórinn sem nú samanstendur af um 25 konum undir stjórn Zsuzsönnu Budai mun halda jólaskemmtunina - Kátt er um jólin. Fjöldi jólalaga verður á dagskrá, m.a. verður fluttur nýr íslenskur jólatexti Eitt lítið jólatré eftir Ásdísi Ingimarsdóttur kennara í Grunnskólanum í Borgarnesi í útsetningu Gunnars Ringsted og nýlegur jólatexti Vísa á jólakvöldi sem þýddur er af Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri. Undirleikari Freyjanna verður Ástríður Haraldsdóttir. Fjöldi ungs fólks mun auk þess spila og syngja með Freyjunum. Þar má nefna systurnar Ástu og Unni Þorsteinsdætur frá Fróðastöðum, Önnu Sólrúnu Kolbeinsdóttur frá Stóra Ási, Daníel Einarsson frá Borgarnesi, Aðalheiði Karlottu Guðlaugsdóttur frá Hvanneyri og Þorgerði Ólafsdóttur frá Sámsstöðum. Fluttar verða örsögur og verður bryddað uppá fjölbreyttum undirleik þar sem fiðlur, trommur og ekki síst steinharpa Páls á Húsafelli fær að óma. Unnur Halldórsdóttir hótelrekandi og hagyrðingur mun sjá um að kynna dagskráliði og skreyta dagskrána að eigin hætti.