Fimmtudaginn 21. september kl. 19.45 heldur Ingveldur Ýr fyrirlestur um raddbeitingu hjá Mími-Símenntun í Skeifunni 8. Þetta er fróðlegur fyrirlestur um allt sem viðkemur röddinni, með myndum um líffærið, nytsamlegum upplýsingum um hvernig best er að beita röddinni með bættri öndun og stuðningi. Kenndar verða einfaldar æfingar sem gera röddina hljómmeiri og þýðari bæði í tali og söng. Fyrirlesturinn hentar öllum þeim sem vilja fræðast um röddina, fá heilræði og ábendingar í sambandi við raddbeitingu eða vilja fríska upp á raddtækni sína. Fyrirlesturinn tekur tvo tíma og kostar 3.600. Skráning fer fram í síma 580 1800 eða hjá Ingveldi Ýri í síma 898 0108.