Þessa dagana undirbýr Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur tónleikaferð til Berlínar. Þar á kórinn stefnumót við Maríus Sverrisson söngvara sem mun syngja með kórnum. Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Áður en kórinn heldur af landi brott verða vortónleikar í Bústaðakirkju 22. apríl og á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl.
Þessa dagana undirbýr Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur tónleikaferð til Berlínar. Þar á kórinn stefnumót við Maríus Sverrisson söngvara sem mun syngja með kórnum. Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Áður en kórinn heldur af landi brott verða vortónleikar í Bústaðakirkju 22. apríl og á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl.
Fréttatilkynning frá Léttsveit Reykjavíkur
Söngur í krafti kvenna Menningarhúsið Admirals Palast í Berlín, sem Helgi Björnsson og fleiri eiga og reka hefur verið mikið til umfjöllunar, ekki síst eftir að það var tilnefnt til þýsku menningarverðlaunanna og starfið og lífið í húsinu hefur vakið mikla athygli í Berlín. Núverandi eigendur hafa vakið upp af Þyrnirósarsvefni merkilegan stað þar sem líf og list blómstrar sem aldrei fyrr. Á sviðinu í Admirals Palast hafa staðið heimsþekktir listamenn svo sem Herbert von Karajan, Yehudi Menuhin og liðsmenn Sigurrósar og þar hafa verið flutt verk eftir listarinnar jörfa á borð við Mozart og Bertold Brecht. Syngjandi kvenorka Með þessa vitneskju í huga leggur Léttsveit Reykjavíkur í hann til Berlínar með nesti og nýja skó. Þar fara 100 konur í hinni bleiku útrás, sannkölluð syngjandi kvenorka, beint upp á svið í Admiral Palast. Í Berlín eiga þessar 100 konur stefnumót við Maríus Sverrisson söngvara sem er Þjóðverjum að góðu kunnur og stígur hann á svið í Admiral Palast með kórnum. Með í för verða tónlistarmennirnir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason. Tónleikarnir verða haldnir þann 26. apríl kl. 16.00. Á efnisskránni verða m.s. söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Megas, Tómas R. Einarsson, m.a. við texta Laxness, Snorra Hjartar og Megasar. Að hætti Léttsveitar verður slegið á létta strengi og að sjálfsögðu verður gripið til takta Marlene Dietrich og Skálda-Rósu. Áður en haldið er af landi brott verður útrásin prufukeyrð á vortónleikum Léttsveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju 22. apríl og á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl kl. 20.00 báða dagana, þar sem Magga Stína verður einsöngvari með kórnum.
Þessa dagana undirbýr Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur tónleikaferð til Berlínar. Þar á kórinn stefnumót við Maríus Sverrisson söngvara sem mun syngja með kórnum. Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Áður en kórinn heldur af landi brott verða vortónleikar í Bústaðakirkju 22. apríl og á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl.
Fréttatilkynning frá Léttsveit Reykjavíkur
Söngur í krafti kvenna Menningarhúsið Admirals Palast í Berlín, sem Helgi Björnsson og fleiri eiga og reka hefur verið mikið til umfjöllunar, ekki síst eftir að það var tilnefnt til þýsku menningarverðlaunanna og starfið og lífið í húsinu hefur vakið mikla athygli í Berlín. Núverandi eigendur hafa vakið upp af Þyrnirósarsvefni merkilegan stað þar sem líf og list blómstrar sem aldrei fyrr. Á sviðinu í Admirals Palast hafa staðið heimsþekktir listamenn svo sem Herbert von Karajan, Yehudi Menuhin og liðsmenn Sigurrósar og þar hafa verið flutt verk eftir listarinnar jörfa á borð við Mozart og Bertold Brecht. Syngjandi kvenorka Með þessa vitneskju í huga leggur Léttsveit Reykjavíkur í hann til Berlínar með nesti og nýja skó. Þar fara 100 konur í hinni bleiku útrás, sannkölluð syngjandi kvenorka, beint upp á svið í Admiral Palast. Í Berlín eiga þessar 100 konur stefnumót við Maríus Sverrisson söngvara sem er Þjóðverjum að góðu kunnur og stígur hann á svið í Admiral Palast með kórnum. Með í för verða tónlistarmennirnir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason. Tónleikarnir verða haldnir þann 26. apríl kl. 16.00. Á efnisskránni verða m.s. söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Megas, Tómas R. Einarsson, m.a. við texta Laxness, Snorra Hjartar og Megasar. Að hætti Léttsveitar verður slegið á létta strengi og að sjálfsögðu verður gripið til takta Marlene Dietrich og Skálda-Rósu. Áður en haldið er af landi brott verður útrásin prufukeyrð á vortónleikum Léttsveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju 22. apríl og á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl kl. 20.00 báða dagana, þar sem Magga Stína verður einsöngvari með kórnum.