Freyjukórinn í Borgarfirði og Gospelsystur Reykjavíkur halda tónleika undir yfirskriftinni Dona Nobis (gef oss frið) í Reykholtskirkju laugardaginn 13. maí kl. 17.00.
Á efnisskránni eru kirkjuleg og trúarleg verk með léttu gospel ívafi. Kórarnir hafa unnið saman að þessum tónleikum á líðandi vetri undir dyggri stjórn og samvinnu kórstjóra þeirra, Zsuzsanna Budai og Margrétar J. Pálmadóttur. Báðir kórstjórar eru þekktir fyrir ötult og metnaðarfullt starf í þágu kóra sinna og tónlistarsköpunar. Miðasala verður við innganginn og kostar miðinn 1.500,-
Kirkjulistahátíð kvenna í Reykholti
Hugmynd að kirkjulistahátíð kvenna í Reykholti hefur verið draumur Margrétar í nokkur ár og eru þessir tónleikar upphafið að því verkefni að koma þeirri hátíð af stað. Stefnt er að því að hátíð og samstarf að þessu tagi verði árlegur viðburður í Reykholti með þátttöku fleiri kóra, innlendra og erlendra í framtíðinni.