Gígjunni hefur borist bréf frá undirbúningsnefnd Kvennakórs Hafnafjarðar.
Hafnarfirði 4. feb. 2005 Ágætu söngsystur, Ég vil fyrir hönd okkar í undirbúningsnefndinni byrja á því að óska ykkur gleðilegs árs, og þakka ykkur biðlundina. Ég veit að ykkur ef farið að lengja eftir upplýsingum um kóramótið í vor. Eins og fram kom í bréfinu sem við sendum ykkur í haust verður kóramótið haldið dagana 29. apríl 1. maí 2005. Sameiginleg lög eru í burðarliðnum og verða send ykkur innan hálfs mánaðar. Verið er að gera könnun á gistimöguleikum í bænum þ.e.a.s. gistiheimili, einnig getum við hugsanlega fengið inni í skólastofum ef þið viljið hafa smá útilegustemmingu og koma með svefnpoka og dýnu. Kostnaður við mótið er ekki kominn í ljós, en fljótt á litið verður það líklega svipað og á siðasta landsmóti. Kær kveðja f.h. undirbúningsnefndar Kvennakórs Hafnarfjarðar. Ragna Jóna Helgadóttir ragnajona@visir.is gsm. 966-4140
Hafnarfirði 4. feb. 2005 Ágætu söngsystur, Ég vil fyrir hönd okkar í undirbúningsnefndinni byrja á því að óska ykkur gleðilegs árs, og þakka ykkur biðlundina. Ég veit að ykkur ef farið að lengja eftir upplýsingum um kóramótið í vor. Eins og fram kom í bréfinu sem við sendum ykkur í haust verður kóramótið haldið dagana 29. apríl 1. maí 2005. Sameiginleg lög eru í burðarliðnum og verða send ykkur innan hálfs mánaðar. Verið er að gera könnun á gistimöguleikum í bænum þ.e.a.s. gistiheimili, einnig getum við hugsanlega fengið inni í skólastofum ef þið viljið hafa smá útilegustemmingu og koma með svefnpoka og dýnu. Kostnaður við mótið er ekki kominn í ljós, en fljótt á litið verður það líklega svipað og á siðasta landsmóti. Kær kveðja f.h. undirbúningsnefndar Kvennakórs Hafnarfjarðar. Ragna Jóna Helgadóttir ragnajona@visir.is gsm. 966-4140