Léttsveitin hélt tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 25. apríl kl. 16:00 eftir æfingabúðir.
Léttsveit Reykjavíkur flytur sína árlegu vortónleika í Háskólabíói sunnudaginn 3. maí kl. 17:00.
Að þessu sinni bera tónleikar yfirskriftina "Óskalög sjómanna". Efnisskráin samanstendur aðallega af lögum og ljóðum sem hljómuðu gjarnan í óskalagaþætti sjómanna. Textarnir fjalla gjarnan um sjómannskonuna, sem beið heima og lýsir tilfinningum sínum í ástar- og saknaðarljóðum. Hver man ekki eftir "Stebba og Línu" og "Heyr mína bæn"?
Sérlegir gestir kórsins verða hin ástæla söngkona Helena Eyjólfsdóttir og hinn litríki laga- og textahöfundur Gylfi Ægisson.
Athugið að aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.
Miðaverð kr. 2.500-
Miðar verða seldir við innganginn.
Í forsölu: Hægt er að nálgast miða hjá Léttsveitarkonum eða senda tölvupóst lettsveit(hjá)lettsveit.is eða hringja í síma 897 1885