Frétt frá Gospelsystrum Reykjavíkur.
Margrét J. Pálmadóttir hefur verið sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu og Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu.
Það er okkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, ánægjuefni að greina frá því að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi stjórnandann okkar hana Margréti J. Pálmadóttur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 17. júní 2004. Fálkaorðuna hlaut hún fyrir frumkvöðlastarf á sviði tónlistar en Margrét hefur meðal annars stofnað fjölmarga stúlkna- og kvennakóra á starfsferli sínum og unnið þar metnaðarfullt og farsælt starf. Þá sæmdi Karl Gustav XVI. konungur Svía, Margréti, Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni til Íslands í september 2004.
Það er okkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, ánægjuefni að greina frá því að forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi stjórnandann okkar hana Margréti J. Pálmadóttur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 17. júní 2004. Fálkaorðuna hlaut hún fyrir frumkvöðlastarf á sviði tónlistar en Margrét hefur meðal annars stofnað fjölmarga stúlkna- og kvennakóra á starfsferli sínum og unnið þar metnaðarfullt og farsælt starf. Þá sæmdi Karl Gustav XVI. konungur Svía, Margréti, Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni til Íslands í september 2004.