Föstudaginn 1. desember mun Kvennakórinn Ljósbrá ásamt Samkór Rangæinga, Karlakór Rangæinga og kór eldri borgara halda sína árlegu jólatónleika. Hver kór syngur þrjú lög og einnig munu allir kórarnir syngja nokkur lög saman. Í sameiginlega kórnum eru rúmlega 100 söngvarar og hefur samsöngurinn ávallt verið stórfenglegur. Við erum stolt af að hafa fengið til liðs við okkur hina velþekktu óperusöngkonu Elínu Ósk Óskarsdóttir sem mun syngja einsöng á tónleikunum. Einnig mun Elín Ósk syngja með í þeim lögum sem allir kórarnir syngja saman. Fyrir utan það að vera stórkostleg söngkona og kórstjóri er Elín Ósk einnig Rangæingur. Því erum við í Rangæsku kórunum einstaklega ánægð með það að fá Elínu til að syngja með okkur. Tónleikarnir verða haldnir á Laugalandi í Holtum kl. 20.30.