Kvennakórinn Ymur á Akranesi heldur vortónleika 15. maí og bera þeir yfirskriftina "Ykkar fegursta ljóðalag". Tónleikarnir verða í Tónbergi, Dalbraut 1, Akranesi og hefjast kl. 20:30.
Dagskráin er fjölbreytt og mega tónleikagestir eiga von á bæði íslenskum og erlendum perlum bæði úr heimi kvikmynda og vinsælla dægurlaga. Þórdís Skúladóttir og Jónína Björg Magnúsdóttir syngja einsöng.
Stjórnandi Kvennakórsins Yms er Sigríður Havsteen Elliðadóttir og Birgir Þórisson leikur á píanó. Um 18-20 konur starfa nú með Kvennakórnum Ym en kórinn er nýkomin heim af Landsmóti íslenskra kvennakóra á Akureyri þar sem u.þ.b. 700 konur tóku þátt. Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur fyrir fullorðna og 1.500 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og fer miðasala fram við innganginn.