Léttsveitin var stofnuð þann 19. september 1995 og heldur því upp á 20 ára afmæli sitt á þessu ári. Hátíðartónleikar í tilefni afmælisins verða haldnir í Silfurbergi í Hörpu þann 9. maí kl. 16:00.
Léttsveitin mun að vanda slá á létta strengi og flytja dægurlög sem hafa verið vinsæl á Íslandi í gegnum tíðina. Á dagskránni eru einnig lög sem fyrrum kórstjóri Léttsveitarinnar, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, samdi fyrir kórinn. Í hópi annarra lagahöfunda eru m.a. Magnús Eiríksson, Sinéad O´Connor, Paul Simon, Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson.
Hljómsveitina sem spilar með kórnum skipa þau Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Eric Quick trommuleikari og Kjartan Guðnason slagverksleikari ásamt hljómsveitarstjóranum og píanóleikaranum Aðalheiði Þorsteinsdóttur.
Stjórnandi er Gísli Magna.