Um leið og við þökkum ykkur öllum fyrir síðast á framhaldsaðalfundi Gígjunnar, viljum við benda þeim sem enn eiga eftir að festa sér gistingu fyrir landsmótið 25.-27. apríl að hér er ennþá nóg gistirými. Við viljum einnig benda þeim kórum á sem þegar hafa pantað að staðfesta pantanir sínar. Hérna á vefsetri Gígjunnar koma einnig von bráðar upplýsingar um upphæð mótsgjalds og greiðslu á staðfestingargjaldi. Þessar upplýsingar verða líka sendar út á póstlista Gígjunnar. Sem sagt allt í fullu fjöri hér á Hornafirði við undirbúning og við hlökkum til þess að eiga góða helgi með ykkur í vor á sjöunda landsmóti Gígjunnar landssambands íslenskra kvennakóra.Netföng landsmótsnefndar
Við viljum svo benda ykkur á netföngin okkar í landsmótsnefndinni ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með eða gefið ykkur frekari upplýsingar um landsmótið. Með kveðju héðan frá Hornafirðinum, Ingibjörg Ævarr Steindóttir, ingibjorg(hjá)hoffell.com Lucia Óskarsdóttir, lucia(hjá)hornafjordur.is Erna Gísladóttir, ernag(hjá)hornafjordur.is
Við viljum svo benda ykkur á netföngin okkar í landsmótsnefndinni ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með eða gefið ykkur frekari upplýsingar um landsmótið. Með kveðju héðan frá Hornafirðinum, Ingibjörg Ævarr Steindóttir, ingibjorg(hjá)hoffell.com Lucia Óskarsdóttir, lucia(hjá)hornafjordur.is Erna Gísladóttir, ernag(hjá)hornafjordur.is