Kvennakór Akureyrar heimsótti Kvennakór Suðurnesja og hélt með þeim glæsilega tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju. Kvennakór Akureyrar sendi okkur ferðasöguna.Fréttatilkynning frá Kvennakór Akureyrar
Föstudaginn 12. maí 2006 kl. 17:00 lagði kórinn af stað í sína árlegu vorferð. Alls fóru 67 manns í ferðina, 50 kórkonur og 17 fylgifiskar. Í þetta sinn var farið til Suðurnesja og stefnan tekin á Hótel Keflavík þar sem nokkrar konur úr Kvennakór Suðurnesja tóku á móti okkur þó komið væri fast að miðnætti og nutum við síðan gestrisni þeirra alla helgina. Á laugardeginum sáu þær um óvissuferð fyrir okkur um Reykjanesskagann. Við skoðuðum Keflavík, Hvalsneskirkju, kertagerðina Jöklaljós og Gallerý Grýti í Sandgerði, ókum um Garðinn og að Garðskagavita og snæddum þar hádegisverð. Sameiginleg æfing kóranna var kl. 15:00 og við höfðum síðan tæpan klukkutíma til að æfa með undirleikurunum þeim Geirþrúði Fanneyju Bogadóttur og Einari Þór Jóhannssyni, sem aldrei höfðu séð okkur né heyrt áður. Það kom ekki að sök hversu stuttan æfingartíma við fengum þar sem þessir undirleikarar eru algjörir snillingar og Arnóri tekst alltaf að gera gott úr öllu og fylla kórkonur af jákvæðni og bjartsýni. Kl. 17:00 héldum við sameiginlega tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju. Kirkjan var nánast full af góðum gestum sem klöppuðu okkur kvennakórunum lof í lófa. Um kvöldið var sameiginleg skemmtun í Golfskálanum í Leiru. Þar var sungið, leikið, gantast og hlegið og allir skemmtu sér konunglega. Það var hamingjusamur hópur sem hélt heim á sunnudeginum eftir vel heppnaða vorferð.
Föstudaginn 12. maí 2006 kl. 17:00 lagði kórinn af stað í sína árlegu vorferð. Alls fóru 67 manns í ferðina, 50 kórkonur og 17 fylgifiskar. Í þetta sinn var farið til Suðurnesja og stefnan tekin á Hótel Keflavík þar sem nokkrar konur úr Kvennakór Suðurnesja tóku á móti okkur þó komið væri fast að miðnætti og nutum við síðan gestrisni þeirra alla helgina. Á laugardeginum sáu þær um óvissuferð fyrir okkur um Reykjanesskagann. Við skoðuðum Keflavík, Hvalsneskirkju, kertagerðina Jöklaljós og Gallerý Grýti í Sandgerði, ókum um Garðinn og að Garðskagavita og snæddum þar hádegisverð. Sameiginleg æfing kóranna var kl. 15:00 og við höfðum síðan tæpan klukkutíma til að æfa með undirleikurunum þeim Geirþrúði Fanneyju Bogadóttur og Einari Þór Jóhannssyni, sem aldrei höfðu séð okkur né heyrt áður. Það kom ekki að sök hversu stuttan æfingartíma við fengum þar sem þessir undirleikarar eru algjörir snillingar og Arnóri tekst alltaf að gera gott úr öllu og fylla kórkonur af jákvæðni og bjartsýni. Kl. 17:00 héldum við sameiginlega tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju. Kirkjan var nánast full af góðum gestum sem klöppuðu okkur kvennakórunum lof í lófa. Um kvöldið var sameiginleg skemmtun í Golfskálanum í Leiru. Þar var sungið, leikið, gantast og hlegið og allir skemmtu sér konunglega. Það var hamingjusamur hópur sem hélt heim á sunnudeginum eftir vel heppnaða vorferð.