Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum!
Kórinn ætlar að hafa opið hús í Friðrikskapellu (við Hlíðarenda/Valsheimilið) laugardaginn 12. október frá 11:30-13:30. Kórinn mun syngja nokkur lög og kynna starfsemi sína. Á dagskrá vetrarins eru m.a. íslensk lög (Ó þú, Ég er komin heim, Um þig) og lög úr kvikmyndum (Unforgettable, Blue Moon, Ain't Misbehaven) og mörg önnur falleg lög.
Kórstjóri allt frá stofnun kórsins árið 1997 er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, mezzó-sópran. Undirleik hefur Halldóra Aradóttir, píanókennari, annast síðan árið 2000 og hefur hún ennfremur séð um útsetningar fyrir kórinn.
Upplýsingar gefur Auður Helga Kristinsdóttir gsm. 864-6032