Helgina 2.-3. mars næstkomandi mun Freyjukórinn í Borgarfirði standa fyrir söngbúðum í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Söngbúðirnar bera heitið „Syngjandi konur á Vesturlandi“. Markmiðið er að efla söng og söngþjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, dýpka og breikka sviðið með því að fá eina færustu djass söngkonu Íslands, Kristjönu Stefánsdóttur til að leiðbeina.
Þetta er í annað skiptið sem Freyjukórinn stendur fyrir svona sönghelgi en í fyrra tóku um sjötíu konur þátt í söngbúðunum.
Þetta er frábært tækifæri og eru allar konur sem áhuga hafa hvattar til að vera með.
Aðstandendur vilja fá sem flestar konur, úr sem flestum kórum en einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir þær sem ekki eru í kór.
Nánari upplýsingar um söngbúðirnar má sjá hér.