Kyrjukórinn í Þorlákshöfn er að fara að halda sína árlegu þriggjakvölda spilavist til fjáröflunar starfi kórsins. Byrjað verður að spila í kvöld fimmtudaginn 1. nóvember og haldið verður áfram að spila næstu tvö fimmtudagskvöld. Vinningar, ekki af verri endanum, eru fyrir hvert kvöld t.d. fiskur og nuddtímar. Spilavist Kyrjukórsins hefur mælst mjög vel fyrir og er mjög skemmtileg. Á laugardagskvöldið næsta er ein af kórfélögum búin að bjóða kórnum heim til kvöldverðar og er það einnig hluti af fjáröflun kórsins. Baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög. Þemað í kvöldverðarboðinu er bleikt í tilefni af brjóstakrabbameinsmánuðnum sem rétt er liðinn.