Kóraborg býður til aðventutónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30.
Fram koma Freyjukórinn, Kór Menntaskóla Borgarfjarðar, Kór Saurbæjarprestakalls, Kór Borgarnesskirkju, Samkór Mýramanna, Gleðigjafar (kór eldri borgara), Kór Stafholtskirkju, Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskórinn.
Kynnir verður Guðrún Jónsdóttir. Stjórnendur kóranna eru Zsuzsanna Budai, Jónína erna Arnardóttir, Steinunn Árnadóttir og Viðar Guðmundsson. Kórarnir syngja tvö lög hver og í lokin tvö lög saman.
Eftir tónleikana verður að vanda boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.