Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir miðvikudaginn 13. maí.
Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í Nýheimum og hefjast þeir stundvíslega klukkan átta. Söngprógrammið er fjölbreytilegt en gaman er að segja frá því að tónverkið Stökur eftir eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morávek og undirleikari er Jónína Einarsdóttir.
Mikilvægt er að mati kórkvenna að muna að söngurinn léttir lífið og er það nauðsynlegt ekki síst á þessum umbrotatímum í íslensku þjóðlífi. Við viljum því hvetja íslenskar konur að skella sér í kvennakóra og finna hversu létt lundin verður!!!
Einnig skal þess getið að kórinn syngur nokkur lög á þjóðahátíð á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar á morgun fimmtudag, sumardaginn fyrsta.
Fyrir hönd Kvennakórs Hornafjarðar,langar mig að óska öllum aðildakórum Gígjunnar gleðilegs sumars og óska ykkur öllum góðs gengis á ykkar tónleikum.
Gleðilegt sumar,
Ragnheiður Rafnsdóttir formaður