Kvennakórinn Norðurljós hefur gefið út sinn fyrsta geisladisk sem ber nafnið Norðurljós.
Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir.
Undirleikarar á diskinum eru þeir Kjartan Valdemarsson, Gunnar Þórðarson, Vilhjálmur Guðjónsson og Jóhann Hjörleifsson. Einsöngvari með kórnum er María Mjöll Guðmundsdóttir.
Hljóðupptökur fóru fram í Hólmavíkurkirkju í apríl 2008 en þær önnuðust Vilhjálmur Guðjónsson og Zakarías Gunnarsson og Vilhjálmur sá einnig um hljóðblöndun og tónjöfnun.
Hægt er að panta diskinn með því að senda póst á solgull(hjá) islandia.is eða hringja í síma 451 3117.
Lögin á diskinum Norðurljós eru:
1. Leiðarljós
2. Þú varst sá eini
3. Lukkudagur Svantes
4. If I fell
5. Ástarsæla
6. Shenandoah
7. Air
8. Mamma
9. Er hann birtist
10. Af stað
11. Ég heillaðist
12. Aðeins þú
13. Viltu alltaf unna mér
14. I have a dream
Kvennakórinn Norðurljós
Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður haustið 1999 af söngglöðum konum á Hólmavík og nærsveitum.
Sigríður Óladóttir hefur verið stjórnandi frá upphafi en margt tónlistarfólk hefur liðsinnt kórnum á þeim tíu árum sem hann hefur starfað.
Vortónleikar og þátttaka í aðventukvöldi eru fastir liðir í starfsemi kórsins auk þess sem hann hefur tekið þátt í mörgum viðburðum innan héraðs sem utan. Kórinn hefur tekið þátt í tveimur landsmótum Gígjunnar.
Haustið 2004 heimsótti kórinn vinabæ Hólmavíkur í Danmörku, Årslev og tók þar þátt í tónleikum og söng við guðsþjónustu.
Vorið 2007 hélt kórinn í söngferð til Skotlands og hélt þar tvenna tónleika í samvinnu við kvennakórinn Harmony21 í Edinborg.
Efnisskrá kórsins hefur jafnan verið af léttara tagi og margir hagmæltir velunnarar Norðurljósa hafa ort eða þýtt söngtexta sérstaklega fyrir kórinn.