Kvennakór Akureyrar undirbýr nú vortónleika sína sem munu verða haldnir í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. mars. Einn liðurinn í undirbúninginum er að fara í æfingarbúðir nú í febrúar en kórinn fór síðast í æfingarbúðir þann 12. nóvember síðast liðinn.
Fréttatilkynning frá Kvennakór Akureyrar
Seinni æfingadagur Kvennakórs Akureyrar á þessu starfsári verður haldinn laugardaginn 11. febrúar næst komandi. Æft verður í Þelamerkurskóla frá kl. 10:00 um morguninn til u.þ.b. kl. 17:00 síðdegis en matarhlé tekið um hádegisbilið.
Sundlaug er á staðnum þannig að hugsast getur að ein eða tvær raddir bregði sér þangað á meðan Arnór kórstjóri þjálfar hinar.
Æfingadagurinn er liður í undirbúningi fyrir vortónleika kórsins sem verða haldnir sunnudaginn 26. mars í Akureyrarkirkju.
Kveðja,
Kvennakór Akureyrar, netfang: hest@emax.is