Fyrsti geisladiskur Léttsveitar Reykjavíkur er kominn út. Á diskinum eru sýnishorn frá tónleikum kórsins frá árunum 1997-2005. Kórinn hefur á þessum árum fengið margar færa tónlistarmenn til liðs við sig og lögð er áhersla á lifandi og fjörugan tónlistarflutning. Hægt er að kaupa diskinn hjá öllum kórkonum og einnig er hægt að panta hann í síma 863 1798(Sigrún) eða 861 2186(Freyja) eða með því að senda tölvupóst á netfangið lettsveit@lettsveit.is.
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hefur starfað frá árinu 1995, fyrst undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur og hét þá Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur. Um mitt árið 2000 var ákveðið að allir kórarnir sem störfuðu undir merkjum Kvennakórsins skyldu verða sjálfstæðir kórar. Stofnfundur Kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur var haldinn 22. september 2000. Fyrsta árið æfði Léttsveitin í húsi Kvennakórsins við Ægisgötu, en síðan í húsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými við Skógarhlíð. Á haustdögum 2002 flutti Léttsveitin sig svo um set og æfir nú í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg.
Stjórnandi Léttsveitarinnar frá upphafi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Undirleikari Léttsveitarinnar frá upphafi er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Sími Léttsveitarinnar er 897 1885.
Netfang: lettsveit@lettsveit.is