Freyjukórinn Í Borgarfirði skellti sér í hljóðver í sal FÍH með Vilhjálmi Guðjónssyni á vordögum. Útkoman er fyrsti geisladiskur kórsins Birting sem einkennist af amerískum söngleikjalögum. Um undirleik á diskinum sjá þau Steinunn Árnadóttir á píanó, Haukur Gíslason á kontrabassa og Vilhjálmur Guðjónsson á ásláttarhljóðfæri. Stjórnandi Freyjukórsins er Zsuzsanna Budai. Freyjurnar sáu sjálfar um hönnun á hulstri og áttu gott samstarf við Steinar Berg í Fossatúni um ýmis tækniatrið. Diskurinn er til sölu hjá kórkonum. Formaður Freyjanna er Hrefna Sigmarsdóttir og hægt er að senda henni tölvupóst með pöntun á netfangið husafell(hjá)husafell.is. Nánari upplýsingar um geisladiskinn er að finna hér hægra megin á síðunni undir linknum Útgáfa. Nánari upplýsingar um Freyjukórinn er einnig að finna á vefsetri Gígjunnar undir linknum Aðildarkórar. Freyjur, hjartanlega til hamingju með glæsilegan geisladisk.