Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. desember og fimmtudaginn 6. desember. Stjórnandi tónleikanna er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og hefjast þeir kl. 20:00.
Einsöngvari með kórnum er Hlín Pétursdóttir og píanóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttur. Stína Bongó á trommunum og Tómas R. Einarsson á bassanum sjá um rétta taktinn. Miðaverð á jólatónleikana er kr. 2000. Miðar eru seldir hjá kórkonum og við innganginn. Fólki er þó bent á panta miða í síma 897 1885 eða senda tölvupóst á lettsveit-midasala(hjá)googlegroups.comJólatónleikar Léttsveitar Reykjavíkur "Mamma er enn í eldhúsinu"
Á dagskrá verða íslensk og erlend jólalög, meðal annars verður flutt Gloría eftir Michael Bojesen, Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, jólalög eftir Ingibjörgu Þorbergs og ýmislegt af léttara taginu eins og Léttsveitinni er lagið. Léttsveitin er hundrað kvenna kór sem hefur starfað í Reykjavík í 12 ár og hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og víða um heim. Nánari upplýsingar um Léttsveit Reykjavíkur er að finna á heimasíðu kórsins: http://lettsveit.is/
Á dagskrá verða íslensk og erlend jólalög, meðal annars verður flutt Gloría eftir Michael Bojesen, Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, jólalög eftir Ingibjörgu Þorbergs og ýmislegt af léttara taginu eins og Léttsveitinni er lagið. Léttsveitin er hundrað kvenna kór sem hefur starfað í Reykjavík í 12 ár og hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og víða um heim. Nánari upplýsingar um Léttsveit Reykjavíkur er að finna á heimasíðu kórsins: http://lettsveit.is/