Eftirfarandi frétt eftir Bergþóru Jónsdóttur blaðamann birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. desember 2008. Myndin er tekin af Golla ljósmyndara Morgunblaðsins af Kvennakór Reykjavíkur að flumflytja lag Jóns Ásgeirssonar "Ég heyrði þau nálgast"
Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, stofnar tónverkasjóð.
Meira en þúsund konur í 28 kórum Gígjunnar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir semur næsta verk.
Um helgina frumfluttu átta kvennakórar á Íslandi nýtt kórverk, samið af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi. Kórarnir eru allir í Gígjunni, landssambandi íslenskra kvennakóra, og það var fyrir tilstilli tónverkasjóðs Gígjunnar, að Jón var fenginn til að semja verkið Ég heyrði þau nálgast við ljóð eftir Snorra Hjartarson.
Vildu strax láta semja fyrir sig
Dagbjört Sigurbergsdóttir er formaður Gígjunnar. Gígjan var stofnuð árið 2003 í þeim tilgangi að sameina kvennakórana í landinu og styrkja þá, til dæmis með kvennakóramótum, sem við höldum þriðja hvert ár. En það var okkur strax hugleikið að tengja kórana í sameiginlegu markmiði eins og því að láta semja kórverk fyrir þá, einu sinni á ári, eða um það bil.
Með útgáfu á kórsöng á plötum eiga kvennakórarnir tilkall til endurgreiðslu úr sjóðum Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, og segir Dagbjört að þær endurgreiðslur fari allar í tónverkasjóðinn, sem var formlega stofnaður nú í haust. Félagsgjöld í Gígjunni séu það lág, að þau rétt dugi til að halda úti vefsetri sambandsins, og því hafi þurft sérstakt fé í þetta verkefni. Stofnfé var 420 þúsund krónur, og skal sjóðurinn notaður til kaupa á nýjum tónverkum. Um markmið sjóðsins segir í stofnskrá: Þannig mun sjóðurinn efla fjölbreytni og úrval tónlistar sem kvennakórar eiga kost á að flytja. Gert er ráð fyrir að kórarnir flytji verkið hverju sinni, hver í sinni sveit á svipuðum tíma, t.d. í kringum 24. október (afmæli kvennafrídagsins), 8. mars (alþjóðlegan baráttudag kvenna), 19. júní (afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna) eða um jól og páska.
Að sögn Dagbjartar var einróma samþykkt á aðalfundi Gígjunnar að stofna tónverkasjóðinn. Verk Jóns Ásgeirssonar er fyrsta verkið sem við látum semja fyrir okkur, og við erum þegar farnar af stað að velja næstu tónskáld.
Öflugt menningarstarf
Dagbjört segir að Gígjan hafi nánast enga styrki fengið til starfsemi sinnar. Það hefur verið okkur þrándur í götu starfsemi Gígjunnar, að menntamálaráðuneytið skuli ekki hafa verið tilbúið til að styrkja okkur neitt. Þess vegna er það ekki síður ánægjulegt að þetta verkefni skuli vekja athygli. Það er virkilega öflugt menningarstarf sem á sér stað hjá kvennakórum landsins. Þetta eru félög sem hafa algjörlega staðið undir sér sjálf og öll vinna er sjálfboðavinna. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná kórunum saman á þessum grundvelli til að gera okkur sterkari sem heild. Kórana hefur sárlega vantað ný verk, sérsamin fyrir þá, og mesti styrkur okkar er að geta gert þetta.
Verk Jóns var að sögn Dagbjartar krefjandi og afar fagurt. Það er spennandi fyrir okkur að takast á við slík verk, sérstaklega samin fyrir kvennaraddir, og allt öðru vísi og betra en þegar verið er að útsetja önnur verk fyrir kvennakóra. Þetta finnst mér eitt það merkilegasta sem við höfum gert í Gígjunni.
Það er stjórn Gígjunnar sem ákveður hvaða tónskáld eru beðin um að semja, en hefur til hliðsjónar ábendingar frá kórstjórum og formönnum kóranna. Jón er þekktur að því að hafa samið mikið fyrir kvennakóra og þess vegna var hann valinn fyrstur. Næsta tónskáld sem við leitum til er Hildigunnur Rúnarsdóttir.
Morgunblaðið 02.12.2008 bls. 34 (menning)
Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, stofnar tónverkasjóð.
Meira en þúsund konur í 28 kórum Gígjunnar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir semur næsta verk.
Um helgina frumfluttu átta kvennakórar á Íslandi nýtt kórverk, samið af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi. Kórarnir eru allir í Gígjunni, landssambandi íslenskra kvennakóra, og það var fyrir tilstilli tónverkasjóðs Gígjunnar, að Jón var fenginn til að semja verkið Ég heyrði þau nálgast við ljóð eftir Snorra Hjartarson.
Vildu strax láta semja fyrir sig
Dagbjört Sigurbergsdóttir er formaður Gígjunnar. Gígjan var stofnuð árið 2003 í þeim tilgangi að sameina kvennakórana í landinu og styrkja þá, til dæmis með kvennakóramótum, sem við höldum þriðja hvert ár. En það var okkur strax hugleikið að tengja kórana í sameiginlegu markmiði eins og því að láta semja kórverk fyrir þá, einu sinni á ári, eða um það bil.
Með útgáfu á kórsöng á plötum eiga kvennakórarnir tilkall til endurgreiðslu úr sjóðum Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, og segir Dagbjört að þær endurgreiðslur fari allar í tónverkasjóðinn, sem var formlega stofnaður nú í haust. Félagsgjöld í Gígjunni séu það lág, að þau rétt dugi til að halda úti vefsetri sambandsins, og því hafi þurft sérstakt fé í þetta verkefni. Stofnfé var 420 þúsund krónur, og skal sjóðurinn notaður til kaupa á nýjum tónverkum. Um markmið sjóðsins segir í stofnskrá: Þannig mun sjóðurinn efla fjölbreytni og úrval tónlistar sem kvennakórar eiga kost á að flytja. Gert er ráð fyrir að kórarnir flytji verkið hverju sinni, hver í sinni sveit á svipuðum tíma, t.d. í kringum 24. október (afmæli kvennafrídagsins), 8. mars (alþjóðlegan baráttudag kvenna), 19. júní (afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna) eða um jól og páska.
Að sögn Dagbjartar var einróma samþykkt á aðalfundi Gígjunnar að stofna tónverkasjóðinn. Verk Jóns Ásgeirssonar er fyrsta verkið sem við látum semja fyrir okkur, og við erum þegar farnar af stað að velja næstu tónskáld.
Öflugt menningarstarf
Dagbjört segir að Gígjan hafi nánast enga styrki fengið til starfsemi sinnar. Það hefur verið okkur þrándur í götu starfsemi Gígjunnar, að menntamálaráðuneytið skuli ekki hafa verið tilbúið til að styrkja okkur neitt. Þess vegna er það ekki síður ánægjulegt að þetta verkefni skuli vekja athygli. Það er virkilega öflugt menningarstarf sem á sér stað hjá kvennakórum landsins. Þetta eru félög sem hafa algjörlega staðið undir sér sjálf og öll vinna er sjálfboðavinna. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná kórunum saman á þessum grundvelli til að gera okkur sterkari sem heild. Kórana hefur sárlega vantað ný verk, sérsamin fyrir þá, og mesti styrkur okkar er að geta gert þetta.
Verk Jóns var að sögn Dagbjartar krefjandi og afar fagurt. Það er spennandi fyrir okkur að takast á við slík verk, sérstaklega samin fyrir kvennaraddir, og allt öðru vísi og betra en þegar verið er að útsetja önnur verk fyrir kvennakóra. Þetta finnst mér eitt það merkilegasta sem við höfum gert í Gígjunni.
Það er stjórn Gígjunnar sem ákveður hvaða tónskáld eru beðin um að semja, en hefur til hliðsjónar ábendingar frá kórstjórum og formönnum kóranna. Jón er þekktur að því að hafa samið mikið fyrir kvennakóra og þess vegna var hann valinn fyrstur. Næsta tónskáld sem við leitum til er Hildigunnur Rúnarsdóttir.
Morgunblaðið 02.12.2008 bls. 34 (menning)