Á nýju ári 2009 barst Tónverkasjóð Gígjunnar nýtt lag frá Hildigunni Rúnarsdóttir en stjórn sjóðsins fór þess á leit við hana að hún myndi semja lag fyrir sambandið í tilefni af Alþjóðlega kvennadeginum 8. mars 2009.
Lagið er samið við ljóðið Stökur eftir Lilju Sólveigu Kristjánsdóttur.
Allir formenn aðildarkóra Gígjunnar hafa fengið nótur af þessu nýja lagi sent til sín þannig að kórar geta nú hafið æfingar á laginu.
Gígjan og aðildarkórar hennar hafa frumflutningsrétt á laginu, ásamt einkaleyfi á flutningi og fjölföldun í tvö ár.
Stjórnin leggur það til að aðildarkórar flytji lagið á kvennadaginn 8. mars eða um þær mundir. Þeir sem ekki koma því við geta sungið lagið á öðrum tíma t.d. vortónleikum allt eftir því sem hentar hverjum kór.