Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða haldnir fimmtudaginn 11. desember kl. 20.00 í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina, Slá þú hjartans hörpustrengi.
Dagskráin er einstaklega metnaðarfull að þessu sinni, má þar m.a. nefna hluta úr verki Benjamin Britten, A Ceremony of Carols sem samið er fyrir kór og hörpu. Einnig verða sungin jólalög eftir íslenska og erlenda höfunda og munu því allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir. Elísabet Waage mun leika undir á hörpu og Hildur Þórðardóttir leikur á flautu.
Miðaverð er 1.500.- krónur og eru miðar seldir við innganginn og hjá kórkonum.