Kvennakór Akureyrar og Kvennakór Suðurnesja munu syngja saman vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 13. maí.
Sameiginlegir tónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju 13. maí kl. 17.00
Kvennakór Akureyrar heldur tónleika ásamt Kvennakór Suðurnesja í Ytri Njarðvíkurkirkju laugardaginn 13. maí. Kórarnir syngja hvor um sig sín lög og auk þess nokkur lög saman.
Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir en stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er sem áður sagði Arnór Brynjar Vilbergsson. Undirleikarar Kvennakórs Akureyrar voru báðir uppteknir þessa helgi en undirleikari Kvennakórs Suðurnesja á píanó, Geirþrúður Fanney Bogadóttir, tónlistarkennari hleypur í skarðið og auk þess er fenginn til liðs við okkur gítarleikarinn Einar Þór Jóhannsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er verð aðgöngumiða kr. 1500.-
Kvennakór Akureyrar og Kvennakór Suðurnesja munu syngja saman vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 13. maí.
Kvennakór Akureyrar í heimsókn til Kvennakórs Suðurnesja
Kvennakór Akureyrar er nú um það bil að ljúka starfsemi sinni á þessum vetri. Kórinn ætlar að halda óvenju langt í vorferð að þessu sinni, þ.e.a.s. alla leið suður í Reykjanesbæ. Ástæðan fyrir því er sú að Keflavík er heimabær kórstjórans okkar hans Arnórs B. Vilbergssonar og þar sem hann er nú upptekinn við sýningu á Litlu hryllingsbúðinni í Íslensku óperunni allar helgar þá var ákveðið að elta hann suður yfir heiðar. Kórfélagar er um 70 talsins og um 50 konur munu taka þátt í þessarri ferð.