Senn líður að árlegum vortónleikum Jórukórsins á Selfossi. Fyrri tónleikar kórsins eru 3. maí í Hólmaröst á Stokkseyri kl. 20.30 en þar mun ríkja kaffihúsastemning. Seinni tónleikarnir eru þann 6. maí kl 17.00 í Selfosskirkju. Að venju er efnisskráin mjög fjölbreytt, íslenskar söngperlur, kirkjuleg tónlist,
vinsæl dægurlög og gospellög sem Óskar Einarsson æfði með kórnum þegar hann kom í heimsókn í æfingabúðir kórsins í mars. Stjórnandi kórsins er Hlín Pétursdóttir sópransöngkona og píanóleikari er Þórlaug Bjarnadóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og frítt er fyrir 12 ára og yngri. Jórukórinn stefnir á utanlandsferð í byrjun júní til fundar við Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kórarnir munu halda sameiginlega tónleika í Kaupmannahöfn þann 10. júní og síðan heldur Jórukórinn einnig tónleika í Lundi í Svíþjóð 12. júní.