Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar og Heru Bjarkar.
Kvennakór Hafnarfjarðar og Hera Björk halda jólatónleika í Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 25. nóvember, kl 20.
Kórinn hefur fengið til liðs við sig hina landsþekktu söngkonu Heru Björk sem tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Íslands síðastliðið vor. Hera Björk stundaði söngnám hjá Ernu Guðmundsdóttur kórstjóra Kvennakórs Hafnarfjarðar, það er því sérstaklega skemmtilegt að hún skuli vera gestur okkar á jólatónleikunum í ár. Efnisskráin er undurfögur að þessu sinni, þar má finna gamlar og nýjar söngperlur eftir íslenska og erlenda höfunda. Má þar m.a. nefna Pie Jesu, Panis angelicus, Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson og spænsk jólalög. Hera Björk mun syngja einsöng við undirleik Antoníu Hevesi og einnig syngur hún lög með kórnum.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir og undirleikari er Antonía Hevesi. Miðaverð er 2.000 krónur og eru miðar seldir við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða með því að senda á netfangið kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com.