Þá er komið að því, skvísurnar í Kvennakór Kópavogs ætla að syngja inn jólastemninguna þann 7. desember.
Þetta verða fyrstu tónleikar kórsins með nýjum kórstjóra, Margréti Eir, og ætlar hún einnig að taka nokkur lög fyrir okkur.
Tónleikarnir verða haldnir í Hjallakirkju í Kópavogi og byrja klukkan 17.00.
Með okkur verður líka geggjuð hljómsveit:
Daði Birgisson á píanó
Gunnar Hrafnsson á bassa
Einar Valur Scheving á trommum.
Forsala er hafin hjá kórkonum á 3.800kr en einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar á 4.500kr.
Verð fyrir öryrkja er 2.500kr og fá eldriborgar og börn á aldrinum 12-18 ára miðann á 1.500kr.
Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.
Ef þið hafi áhuga á að fylgjast með kórnum bendum við á like síðuna okkar og instagram síðuna okkar @kvennakorkopavogs
Hlökkum til að sjá ykkur öll!