Það eru miklar breytingar framundan í starfi Vox feminae því Margrét Pálmadóttir, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, hefur ákveðið að einbeita sér að því kröftuga starfi sem hún stendur fyrir í Söngskólanum Domus Vox og afhenda stjórn Vox feminae í hendur nýs stjórnanda. Því leitum við nú að metnaðarfullum og kröftugum stjórnanda til að leiða kórinn í nýjum og spennandi verkefnum.
Ráðið verður í starfið frá og með 1.janúar 2019 með eins árs möguleika á framlengingu.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Björnsdóttir formaður kórsins í síma 820-9313.
Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til voxfeminae@voxfeminae.is fyrir 26.ágúst nk. merkt: Umsókn.
Sjá nánar um starfsemi kórsins á vefsíðu hans voxfeminae.is