Kvennakór Reykjavíkur hefur, í samráði við stjórn Gígjunnar, tekið þá ákvörðun að landsmót Gígjunnar, sem til stóð að halda í maí 2020 en varð að fresta vegna Covid-19, verði haldið dagana 16.-18. september 2021.
Því miður verður ekki hægt að halda mótið í maí 2021 eins og áður var stefnt að. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Harpa var ekki laus á því tímabili sem stefnt var að. Landsmótsnefnd vill alls ekki ekki sleppa því tækifæri að bjóða þátttakendum að halda tónleika í glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborg og því var tekin sú ákvörðun að færa mótið fram á haustið. Landsmótsnefnd og stjórn Gígjunnar vonar að kórkonur Gígjunnar taki þessari ákvörðun fagnandi og vonar jafnframt að jafnvel enn fleiri konur skrái sig á mótið í september 2021 en höfðu skráð sig á mótið sem átti að halda í maí 2020.
Að því sögðu þá óskar landsmótsnefnd eftir því að kórar sendi inn forskráningu á mótið á netfangið landsmot2020@kvennakorinn.is með áætluðum fjölda þátttakenda fyrir 1.okt 2020 svo undirbúningur verði sem skilvirkastur.
Landsmótsnefnd hefur sett stefnuna á að áður útgefnar smiðjur og smiðjustjórar verði eins og áður hefur verið kynnt en þó með fyrirvara um breytingar. Sameiginleg lög verða þau sömu.
Einnig er stefnt á að áður útgefin dagskrá verði sú sama en staðsetning mótsins mun færast í Laugardalshöll og nágrenni þar sem í boði er frábær aðstaða í gullfallegum og gróðursælum Laugardalnum ásamt úrvali á gistingu enda mikið úrval hótela og gistiheimila í næsta nágrenni.
Óskað er eftir skráningum fyrir 1 febrúar 2021 og greiðslu staðfestingagjalds en nánari upplýsingar um það allt saman verða sendar þegar kórastarf er hafið í haust.
Við tökum fagnandi öllum ábendingum sem þið kunnið að hafa á netfangið landsmot2020@kvennakorinn.is og hlökkum til að taka á móti ykkur öllum 16.september 2021.
Sumarkveðja :)
Stjórn Gígjunnar og Landsmótsnefnd Kvennakórs Reykjavíkur