Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika þann 7. des. í Langholtskirkju, kl.14.00 og kl.16.30.
Að venju býður Léttsveitin upp á fjölbreytta dagskrá, létt og vel þekkt jólalög í bland við hátíðlegri.
Gestasöngvari okkar að þessu sinni verður Helgi Björns.
Stjórnandi er sem fyrr Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Tómasar Guðna Eggertssonar undirleikara Léttsveitarinnar.
Miðaverðið er kr. 3.900 og fer miðasala fram hjá kórkonum en einnig má gjarnan hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com.
Við hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir í jólaskapi í Langholtskirkju þann 7. desember.