Kvennakór Reykjavíkur á 25 ára afmæli í ár og mun fagna afmælinu með tvennum stórglæsilegum afmælistónleikum þann 5.maí nk og verða þeir fyrri kl 14 og þeir síðari kl 17.
Kórinn mun hrista rykið af lögum sem hafa fylgt honum í gegnum tíðina og einnig flytja lög sem hafa verið útsett fyrir kórinn í tilefni afmælisins. Sum lögin krefjast bæði þjálfunar hugar og handa og jafnvel fóta og öll eru þau vel valin og umfram allt skemmtileg. Í andyri Seljakirkju verður á sama tíma sýning á auglýsingaplakötum kórsins í gegnum tíðina en þau eru hönnuð af einstakri snilld af Andreu Haraldsson hönnuði og heiðursfélaga kórsins.
Stjórnandi kórsins er Ágota Joó
Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson
Miðaverð: 3.000 kr í forsölu, 3.500 kr við innganginn.
Miðar fást hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is