Þetta árið sameinast Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópavogs á aðventutónleikum í Kópavogskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16:00.
Á tónleikunum verður flutt verkið Sjá himins opnast hlið eftir Julian M. Hewlett sem er stjórnandi beggja kóranna. Í verkinu syngur einnig barnakórinn Englaraddir skipaður 6-8 ára stúlkum.
Á tónleikunum spilar hljómsveit skipuð;
Selló - Arnþór Jónsson
Lágfiðla - Ásdís Rúnólfsdóttir
Óbó - Eydís Franzdóttir
Þverflauta - Guðrún Birgisdóttir
Píanó - Guðríður St. Sigurðardóttir
Kórarnir munu svo syngja nokkur lög í hvor fyrir sig sem og sameiginlega.
Einsöngvarar á tónleikunum eru:
Ian Wilkinson bassi og Sigurður Þengilsson tenór.
Stjórnandi er Julian M. Hewlett.
Píanóleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir
Miðasala verður í anddyri Kópavogskirkju.
Miðaverð er 1500 kr / 1000 kr fyrir eldriborgara og öryrkja
Frítt fyrir 18 ára og yngri
Kvennakór Suðurnesja heldur jólatónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 20. Á tónleikunum mun kórinn að sjálfsögðu syngja jólalög úr ýmsum áttum og fleiri falleg lög. Dagný Þórunn Jónsdóttir, stjórnandi kórsins syngur einsöng og félagar úr kórnum munu einnig flytja einsöngslög og dúetta, en það eru þær Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, Birta Rós Arnórsdóttir, Steinunn Björg Ólafsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir, Marína Ósk Þórólfsdóttir leikur á þverflautu og Salka Kristjánsdóttir leikur á selló. Almennt miðaverð er kr. 1500, en kr. 1000 fyrir eldri borgara og frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Miðasala verður við innganginn.
Það er í nógu að snúast þessa dagana hjá kórfélögum, en síðastliðinn sunnudag söng kórinn við messu í Árbæjarkirkju. Þá er nóg að gera í fjáröflunarstarfinu, en kórinn hefur verið með sölubás í Skansinum síðustu þrjár helgar og mun verða þar um næstu helgi, 5.-6. desember kl. 12-18 báða dagana. Þar eru á boðstólum jólakort og afmælisdagatöl með myndum eftir listakonuna Hildi Harðar og ýmislegt fleira skemmtilegt. Kórinn fór í sína árlegu laufabrauðsgerð seinnipartinn í nóvember, var afraksturinn m.a. seldur í Skansinum og er laufabrauðið nú uppselt.
Sunnudaginn 29. nóvember söng Kvennakór Suðurnesja við messu í Árbæjarkirkju. Sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónuðu fyrir altari og Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild HÍ predikaði. Kirkjukórinn leiddi almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár og Hjörleifur Valsson léká fiðlu auk þess sem Kvennakór Suðurnesja söng nokkur lög. Að lokinni messu var kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafnaðar þar sem haldið var líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Kvennakór Suðurnesja söng einnig nokkur lög þar.
Það er nóg að gera hjá Kvennakór Suðurnesja um þessar mundir. Laugardaginn 21. nóvember var hinn árlegi laufabrauðsdagur, en þá komu kórkonur saman ásamt nokkrum börnum og barnabörnum og skáru út og steiktu laufabrauð sem er selt í fjáröflunarskyni fyrir kórinn.
Auk þess er kórinn með sölubás í Skansinum, markaðstorgi í gamla Rammahúsinu á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem seld eru jólakort, afmælisdagatöl og fleira. Laufabrauðið verður að sjálfsögðu einnig selt þar á meðan birgðir endast. Kórinn hefur þegar verið í Skansinum þrjár helgar og mun verða þar næstu helgi 5.-6. desember kl. 12-18 báða dagana. Það er tilvalið að bregða sér í bíltúr suður með sjó og kíkja við í Skansinum þar sem ýmislegt skemmtilegt er í boði.
Fimmtudaginn 3. desember verða svo jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju, nánar um það síðar.
Kvennakór Akureyrar heldur árlega tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í Akureyrarkirkju sunnudaginn 29. nóvember kl. 16:00.
Við fáum yfirleitt til liðs við okkur 1-2 aðra kóra og í ár eru það Kvennakórinn Salka á Dalvík og Barnakór Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Stjórnendur og undirleikarar:
Daníel Þorsteinsson
Magrét Kiis
María Gunnarsdóttir
Aðgangseyrir er kr. 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Þess má geta að allur ágóðinn rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, tónlistarfólkið gefur sína vinnu, Akureyrarkirkja leggur til húsnæðið og auglýsingar eru endurgjaldslausar.
Þetta er einstaklega gefandi verkefni og hefur heppnast mjög vel og þannig verður það vonandi einnig í ár.
Með bestu kveðju,
f.h. Kvennakórs Akureyrar
Aðalbjörg Sigmarsdóttir
vefstjóri
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs