Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholti, miðvikudaginn 2. desember kl. 20 og laugardaginn 5. desember kl. 16.
Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda og í anda aðventu, hátíðlegra fyrir hlé og slegið á léttari strengi eftir hlé. Við munum m.a. frumflytja verkið Hodie eftir Harald V. Sveinbjörnsson. Þetta verk er sérstaklega samið fyrir kórinn og
tileinkað stjórnandanum, Sigrúnu Þorgeirsdóttur. Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson og með okkur mun syngja hinn ástsæli söngvari Stefán Hilmarsson.
Með þessum tónleikum lýkur 12 ára farsælu starfi Sigrúnar Þorgeirsdóttur með kórnum. Við þökkum henni kærlega samfylgdina og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
Almennt miðaverð er kr. 2.500,- en í forsölu kostar miðinn kr. 2.000,-.
Styrktarfélagar njóta svo sérstakra kjara hjá okkur.
Vinsamlegast hafðu samband sem allra fyrst við kórkonur eða kórinn á netfangið kvkor(hjá)mmedia.is eða í síma 896-6468 eftir kl. 16, til að panta miða.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja,
Kvennakór Reykjavíkur
P.S. Fyrir þá sem eiga erfitt með að rata í Guðríðarkirkju, bendum við á kort á heimasíðu Símans