Þá erum við á Selfossi komnar á fullt með að undirbúa kvennakóramótið 2011. Við hlökkum ótrúlega mikið til. Við ætlum að byrja á því að gefa upp dagsetninguna sem er 29. apríl til 1. maí 2011.
Við sendum í dag bréf á alla gististaði á Selfossi, Hveragerði og nágrenni og biðjum þá að taka frá eins mikla gistingu og hægt er. Við munum svo fylgja bréfinu eftir með símtali í næstu viku. Vonandi á eftir að fara vel um alla.
Við höldum að það sé alveg óhætt að búast við frábæru móti miðað við stemminguna sem ríkir hérna hjá okkur í Jórukórnum á Selfossi.
Sjá nánari upplýsingar um landsmótið hér.
Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir að ráða kórstjóra til starfa. Ráðningartími er frá 1. desember 2009.
Sigrún Þorgeirsdóttir, sem stjórnað hefur kórnum í 12 ár, hefur sagt upp störfum og mun hætta um næstu áramót.
Kórinn æfir að jafnaði tvisvar í viku og heldur tóneika um jól og á vorin. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda umsóknir á netfangið kvkor(hjá)mmedia.is. Umsóknarfrestur er til 5. október 2009.
Frekari upplýsingar um starfið og Kvennakór Reykjavíkur er að finna á heimasíðu kórsins.
Kvennakór Akureyrar er nú að byrja sitt 8. starfsár og var fyrsta æfing vetrarins haldin 13. september, en kórinn hafði áður tekið þátt í hinni árlegu Akureyrarvöku sem haldin var 29. ágúst.
Á þessa fyrstu æfingu mættu um 70 konur, hressar og endurnærðar eftir gott sumarfrí og tilbúnar að syngja af hjartans lyst. Óskað hafði verið eftir nýjum konum í kórinn og mættu um 10 konur í raddprufu fyrir æfinguna.
Dagskráin fram að jólum er metnaðarfull og skemmtileg og efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Daníel Þorsteinsson er áfram stjórnandi kórsins og Mikael Jón Clarke hefur tekið að sér að stjórna raddæfingum einu sinni í mánuði og er það mikill fengur fyrir kórinn.
Nú á haustmánuðum var tekið í notkun nýtt útlit á vefsíðu kórsins. Vefsíðan er enn í vinnslu og á eftir að bæta inn á hana upplýsingum, myndum og fleiru.
Þess má einnig geta að kórinn hefur eignast nýjan kórbúning, sem eru dökkrauðir kjólar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í vorferð kórsins á Neskaupsstað helgina 5. – 7. júní síðast liðinn.
Léttsveit Reykjavíkur heldur tónleika laugardaginn 26. september kl. 17.00 í Grindavíkurkirkju.
Tónleikarnir bera heitið Óskalög sjómanna en verða þó tileinkaðir íslenskum sjómannskonum. Kórinn mun flytja lög sem heyrðust oft í óskalagaþættinum Á frívaktinni.
Meðal laga sem flutt verða á tónleikunum eru: Brennið þið vitar, Heyr mína bæn, Ég bíð við bláan sæ, Komu engin skip í dag og Sjómannasyrpa. Kórinn telur 106 konur og er án efa stærsti kór landsins.
Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Tómas R. Einarsson.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs