Vox feminae tekur þátt í verkefninu Orbis Terræ - ORA á Listahátíð
Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fer fyrir hópi listamanna sem leiðir gesti Þjóðmenningarhússins um gjörning um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu. Hópurinn flytur þetta eldfima efni inn í Þjóðmenningarhúsið, tákn fyrir íslenskt lýðræði og sjálfstæði.
Hið virðulega Þjóðmenningarhús verður vettvangur stríðsátaka, kvenfrelsisbaráttu, stríðs og friðar. Leikrit inni í leikritinu fjallar um konur sem hittast eftir langvarandi stríð, höfundur þess er Hrund Gunnsteinsdóttir.
Hægt er fá nánari upplýsingar um verkið og sýningardaga hér.
Nóg er framundan hjá Jórukórnum þetta vorið.
Kórinn mun halda tónleika ásamt Hörpukórnum, kór eldriborgara, á hátíðinni Vor í Árborg, laugardaginn 23. maí í Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 15:00. Kórarnir munu syngja saman og í sitthvoru lagi.
Eins mun Jórukórinn syngja á tónleikaþrennu ásamt Uppsveitasystrum og Kvennakórnum Ljósbrá í apríl og maí. Kórarnir munu m.a. flytja sameiginlega lagið Stökur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem samið var sérstaklega fyrir Gígjuna, landssamband kvennakóra.
Vortónleikar Kvennakórs Öldutúns verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju á Uppstigningardag 21. maí.
Kór Öldutúnsskóla mun syngja með kvennakórnum á tónleikunum.
Yfirskrift tónleikanna verður: Landið, trúin og vorið.
Kvennakórinn Ymur verður með vortónleika 20. maí kl. 20 í sal tónlistarskólans, Tónbergi. Þeir bera heitið "sumar er í sveitum". Stjórnandi kórsins er Sigríður Elliðadóttir og undirleikari er Zsuzsanna Budai.
Á dagskrá eru meðal annars dægurlög, íslensk ættjarðarlög og þjóðlög eftir Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson og útsetningar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Í hléi verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs