Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. maí kl. 17.
Á efnisskrá er þríradda messa (Messe à trois voix) op. 12 eftir César Franck og fjórir kantötukaflar eftir J. S. Bach.
Einsöngvarar eru Helena G. Bjarnadóttir sópran, Hildur Tryggvadóttir sópran og Elvý G. Hreinsdóttir mezzosópran.
Kammersveit Akureyrar leikur með. Stjórnandi tónleikanna er Roar Kvam.
Vortónleikar Kyrjanna, Ó lífsins græna land, verða í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 16. maí kl.17.00. Efnisskráin er fjölbreytt og má þar nefna lög eftir Tólfta september, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveinsson.
Einnig mun kórinn flytja tónverkið Stökur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem var sérstaklega samið fyrir aðildarkóra Gígjunnar.
Einsöngvari á tónleikunum verður Ólöf Guðrún Sigurðardóttir og Guðbjörg Sigurjónsdóttir leikur á harmonikku.
Sem fyrr er stjórnandi kórsins Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og Halldóra Aradóttir píanóleikari.
Miðaverð er 1500 kr. í forsölu (upplýsingar í síma 824 5490) og 2000 kr. við innganginn.
Kvennakór Hornafjarðar fór í æfingabúðir að Smyrlabjörgum í Suðursveit, Hornafirði helgina 20. - 22. mars 2009. Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur, Sigrún Þorgeirsdóttir var fengin til að þjálfa kórkonur þessa helgi og var hún með okkur frá föstudagskvöldi og fram yfir hádegi á sunnudeginum. Á föstudagskvödið fór Sigrún yfir stöðu og raddbeitingu með léttum og skemmtilegum æfingum. Einnig fór hún yfir nokkur af þeim lögum sem kórinn mun flytja á vortónleikum sínum í maí.
Laugardagsmorguninn var tekinn snemma með upphitun, farið í þjálfun og beitingu raddar, fleiri lög tekin fyrir og mikið hlegið. Eftir hádegið fór Sigrún í nánari þjáfun á hverri rödd fyrir sig.
Kórstjórinn Jóhann Morávek tók við kórnumá sunnudeginum og fór yfir stóran hluta þeirra laga sem kórinn er að æfa. Sigrún fylgdist með hvort kórsystur nýttu sér gullmola hennar.
Laugardagskvöldið var tekið með trompi, haldin var vegleg árshátíð að hætti kvennakórsins og var þemað „englar og djöflar“. Hefð er fyrir því að allar raddir komi með skemmtiatriði auk þess sem árshátíðarnefndin var með skemmtiatriði. Öllum var frjálst að stíga á stokk og láta ljós sitt skína og nýttu margir sér það. Eiginmenn kórkvenna eru ekki ragir við að stíga á stokk og syngja eða segja sögur. Skemmtinefndin hélt vel utan um dagskrána og stóð sig með fádæmum vel eins og allir aðrir.
Framundan eru vortónleikar á Höfn í maí og síðan er stefnt að því að leggja land undir fót fljótlega eftir tónleikana. Er sú vinna í fullum gangi núna. Við hvetjum söngsystur um allt land til að fara inn á heimasíðuna okkar og sjá hvað þar er að gerast, skoða myndir og prófa nýjar mataruppskriftir.
Söngkveðja frá Kvennakór Hornafjarðar
Sönghúsið Domus vox fagnar sumarkomu með maraþon sönghelgi og kaffisölu laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí kl. 13 að Laugavegi 116. Boðið verður upp á söng og gleði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Stúlknakór Reykjavíkur verður með nytjamarkað til styrktar Ítalíuferð kórsins í júní 2009.
Kórar hússins, Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae flytja uppáhaldslögin sín. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga og ungar söngkonur sem stunda söngnám við skólann flytja nokkur lög. Þá munu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkonur gleðja gesti með söng sínum og nærveru.
Hljómskálakvintettinn flytur ásamt Vox feminae nokkur lög af væntanlegum geisladiski. Píanisti helgarinnar er Marco Beluzzi.
Listrænn stjórnandi söngmaraþonsins er Margrét J. Pálmadóttir.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs