Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða í Langholtskirkju sunnudaginn 3. maí kl. 17:00 og 20:00.
Á dagskrá verður fjölbreytilegt lagaval og ættu flestir að finna eitthvað við sitti hæfi. Fyrir hlé er dagskráin helguð lögum eftir konur og má þar nefna nokkur lög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, þ.á.m. Stökur sem voru sérstaklega samdar fyrir Gígjuna sem er samband íslenskra kvennakóra. Stökur verða væntanlega frumfluttar af ýmsum kvennakórum í vor.
Einnig flytjum við Barnagælur Jórunnar Viðar og svo nokkur gullfalleg lög eftir Eleanor Daley sem er kanadískt tónskáld og kórstjóri.
Eftir hlé færist fjör í leikinn en þá verður sveifla og gleði í fyrirrúmi með ýmsum bandarískum lögum frá miðri síðustu öld.
Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir, píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson og eftir hlé mun Ásgeir Óskarsson slagverksleikari bætast í hópinn.
Miðaverði er stillt í hóf, þ.e. 2.500 kr., en í forsölu mun miðinn kosta 2.000 kr. Hægt er að panta miða hjá kórkonum, í tölvupósti eða í síma kórsins, 896-6468 (eftir kl. 16:00).
Styrktarfélagar kórsins njóta síðan sérstakra kjara hjá okkur, en þeirra stuðningur er ómetanlegur fyrir kórinn.
Við hlökkum til að sjá þig á tónleikunum okkar!
Með kærri kveðju,
Kvennakór Reykjavíkur
s. 8966468