Gígjan sendir aðildarkórum sínum og öllum söngfuglum landsins bestu óskir um gleðilega jólahátíð.
Um leið og við óskum ykkur blessunar og friðar á nýju ári þá þökkum við ykkur fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið verða gott til handa kvennakórum landsins og starf þeirra vaxa og dafna með hækkandi sól.
Gleðilega jólahátíð.
Fimmtudaginn 18. desember ætlar einvalalið tónlistarmanna tengdir Suðurnesjum að koma fram á jólatónleikum til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja.
Á tónleikunum munu koma fram Elíza Geirsdóttir Newman, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Kvennakór Suðurnesja, Magnús, Kjartan Már og Finnbogi Kjartanssynir, Védís Hervör og Þóranna Kristín. Allir aðstandendur og þeir sem fram koma gefa vinnu sína og rennur andvirði aðgöngumiða óskert til Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Fráfall Rúnars Júlíussonar hefur haft mikil áhrif á Suðurnesjamenn og hefur jafnframt áhrif á tónleikana, en Rúnni ætlaði að koma fram á tónleikunum ásamt fjölskyldu sinni. Tónleikarnir verða því haldnir í minningu hans enda hafa flestir ef ekki allir tónlistarmennirnir sem fram koma kynnst Rúnna og margir hverjir unnið með honum í gegnum tíðina.
Viðtökur við hugmyndinni að tónleikunum hafa verið frábærar og allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Auk tónlistarmannanna hafa fyrirtæki tekið vel í að styrkja verkefnið með framlögum í ýmsu formi. Þannig leggur Bláa lónið til salinn, Sparisjóðurinn styrkir verkefnið og sér auk þess um miðasölu á tónleikana, Grágás gefur prentun og keflvískir hönnuðir sjá um auglýsingagerðina auk þess sem Víkurfréttir gefa auglýsingabirtingar. Allt þetta gerir það mögulegt að láta ágóðann renna óskertan til málefnisins.
Tónleikarnir eru fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 20:00 í Lava sal Bláa lónsins.
Miðaverð er kr. 2.500,- og forsala aðgöngumiða fer fram í útibúum Sparisjóðsins um öll Suðurnes.
Fjárframlög til Velferðarsjóðs Suðurnesja má leggja inn á reikning 1109-05-1151 kt. 680169-5789.
Hugmyndin að baki dagatalinu er sú að á hverjum degi kl 12:34 er einhver listamaður með stutta dagskrá. Eins og vera ber í jóladagatali veit maður ekki fyrir fram hvað er bakvið hvern glugga. Dagatalinu er ætlað að veita áhorfendum innblástur, lyfta andanum augnablik og hlaða rafhlöðurnar á aðventunni. Komast í burt frá öllu stressi og njóta þess að eiga notalega stund með piparkökum, jólaglöggi og góðum félagsskap.
Listamennirnir sem koma fram í desember eru:
Motion boys, Sjón, Hallgrímur Helgason, Jón Ólafsson, Hildur Vala, Kristín Mjölll, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, Sprengjuhöllin, Steinar í Djúpinu, Karl Sigurbjörnsson, Vox feminae, Högni úr Hjaltalín, Duo Stemma, Ófeigur Sigurðsson, Ari Trausti Guðmundsson, Reykjavík!, Djass með Inga og Danna, Sollla og Sandra, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kira Kira, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Jón Gnarr ogr Björk.
Aðventutónleikar verða haldnir í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20.00 til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja.
Velferðarsjóður á Suðurnesjum er starfræktur í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Hann hefur það að markmiði að veita stuðning til einstaklinga og fjölskyldna á svæðinu til viðbótar þeim úrræðum sem þegar hafa verið í boði. Sjálfur stuðningurinn fer fram í gegnum þá aðila sem miðla styrkjum til fólks á svæðinu. Ber þar að nefna kirkjurnar og ýmis líknarfélög. Þau senda erindið áfram til Hjálparstarfsins sem veitir úr sjóðnum. Allir geta lagt sjóðnum lið bæði með beinum fjárframlögum og ekki síður ýmsu framtaki og söfnun.
Á tónleikunum koma fram:
Kvennakór Suðurnesja
Karlakór Keflavíkur
Kór Keflavíkurkirkju
Gleði-Gospel
Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari
Sigurður Flosason saxófónleikari
Stjórnendur eru Arnór Vilbergsson, Guðlaugur Viktorsson, Dagný Jónsdóttir og Ester Daníelsdóttir van Gooswillegen.
Kórarnir munu syngja hver fyrir sig auk þess sem kvennakórinn, karlakórinn og kirkjukórinn munu flytja nokkur lög sameiginlega.
Arnór Vilbergsson er við píanóið.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Kynnir tónleikanna er Hjálmar Árnason.
Aðgangur er ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna í Velferðarsjóðinn.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs