Kórarnir sem fram koma eru Samkór Rangæinga undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur, Hringur kór eldriborgara í Rangárvallasýslu undir stjórn Haraldar Júlíussonar, Kvennakórinn Ljósbrá undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur, Sönghópurinn Góðir grannar einnig undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur og Stúlknakórinn Hekla undir stjórn Nínu Maríu Morávek. Undirleikari á tónleikunum er Arnhildur Valgarðsdóttir
Flutt verður fjölbreytt jólatónlist úr öllum áttum. Kórarnir munu syngja sitt í hvoru lagi og einnig sameinast í glæsilegan stóran kór og flytja nokkur af þekktustu og hátíðlegustu jólalögum okkar tíma. Einsöngvari með stórkórnum er Hermundur Guðsteinsson
Kvennakórinn mun frumflytja jólalag Jóns Ásgeirssonar Jólanótt með texta eftir Þorstein Valdimarsson sem var samið fyrir aðildarkóra Gígjuna, samband íslenska kvennakóra.
Boðið verður uppá heitt kakó og smákökur í hléi. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman notalega kvöldstund. Aðgangseyrir er kr. 1500, frítt fyrir 16 ára og yngri og kr. 1000 fyrir eldri borgara og öryrkja.