Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember, munu nokkrir kvennakórar víðsvegar af landinu frumflytja jólalag Jóns Ásgeirssonar Ég heyrði þau nálgast.
Á síðasta ári barst stjórn Gígjunnar erindi frá Sigurbjörgu Aðalsteinsdóttur í Kvennakórnum Vox feminae. Hún lagði það til að Gígjan léti semja fyrir sig jólalag sem aðildarkórar sambandsins gætu fengið í hendurnar á sama tíma, æft og frumflutt sama daginn. Stjórnin ákvað að framkvæma hugmyndina og hafði samband við Jón Ásgeirsson tónskáld sem tók glaður að sér verkið. Jón varð áttræður 11. október síðast liðinn og verður þessi frumflutningur á jólalaginu hans því honum til heiðurs á afmælisári hans.
Tónverkasjóður Gígjunnar var stofnaður á aðalfundi sambandsins í október. Markmið og tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja íslenska kvennakóra. Til að ná þessu markmiði mun Tónverkasjóður Gígjunnar fá tónskáld til að semja tónverk fyrir kvennakóra landsins. Jólalag Jóns Ásgeirssonar er fyrsta verkið sem Tónverkasjóðurinn hefur kostað.
Hægt er að fá upplýsingar um það hvaða kórar ætla að taka þátt í þessum frumflutningi hér á vefsetrinu undir linknum Tónleikar.
Hér er umfjöllun Fréttablaðsins 29. nóvember 2008
Kvennakórinn Embla stendur fyrir því að jólasöngvar verða sungnir í Ketilhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 10. desember kl. 20.30.
Flytjendur með kórnum eru Gítarkvartett Tónskóla Roars og einsöngvarar úr röðum kórsins.
Stjórnandi tónleikanna er Roar Kvam.
Flutt verða gömlu góðu jólalögin og er aðgangur ókeypis.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða haldnir fimmtudaginn 11. desember kl. 20.00 í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir bera yfirskriftina, Slá þú hjartans hörpustrengi.
Dagskráin er einstaklega metnaðarfull að þessu sinni, má þar m.a. nefna hluta úr verki Benjamin Britten, A Ceremony of Carols sem samið er fyrir kór og hörpu. Einnig verða sungin jólalög eftir íslenska og erlenda höfunda og munu því allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir. Elísabet Waage mun leika undir á hörpu og Hildur Þórðardóttir leikur á flautu.
Miðaverð er 1.500.- krónur og eru miðar seldir við innganginn og hjá kórkonum.
Kvennakór Öldutúns heldur jólatónleika sína í Víðistaðakirkju 14. desember kl. 16.00.
Á efnisskránni verða þekktir jólasöngvar úr ýmsum áttum.
Stjórnandi tónleikanna er Brynhildur Auðbjargardóttir.
Á tónleikunum koma fram ásamt kvennakór Öldutúns; Kór Öldutúnsskóla, Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari.
Miðaverð er 1000.- krónur, ókeypis er fyrir ellilífeyrisfélaga og börn yngri en 12 ára. Miðar verða seldir við innganginn.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs