Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. desember og fimmtudaginn 11. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Á dagskrá verða íslensk og erlend jólalög, m.a. verður flutt nýtt jólalag eftir Jón Ásgeirsson sem hann samdi sérstaklega fyrir alla kvennakóra landsins.
Einsöngvarar með kórnum verða Bjarni Thor Kristinsson og Aðalheiður Stefánsdóttir. Undirleikarar eru Kristín Jóna Þorsteinsdóttir á trommur og Tómas R. Einarsson á bassa. Píanóleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Miðaverð á jólatónleikana er kr. 2000. Miðar eru seldir hjá kórkonum og við innganginn.
Einnig er hægt að panta miða í síma 897-1885 eða senda tölvupóst á lettsveit - midasala(hjá)googlegroups.com
Léttsveitin er hundrað kvenna kór sem hefur starfað í Reykjavík í 13 ár og hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og víða um heim