Næstkomandi föstudag og laugardag 10. og 11.október heldur Jórukórinn sinn árlega flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi. Margt eigulegra muna verður á boðstólum; smátt og stórt, mjúkt og hart, skart og skraut, skæði og klæði, bækur og blöð, plötur og diskar, nýtt og notað. Allt á mjög hóflegu verði. Einnig verða heimabakaðar kökur og annað ljúfmeti til sölu ásamt kaffi og nýbökuðum vöfflum með rjóma. Á föstudag verður opið frá kl. 14.00 til 19.00 og laugardag frá kl. 10.00 16.00. Flóamarkaðurinn er aðal fjáröflun kórsins og vonast Jórurnar til þess að sem flestir noti þetta tækifæri til að gera góð kaup á skemmtilegum markaði, sem er orðinn fastur liður í bæjarlífinu á Selfossi.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Kvennakór Akureyrar lagði af stað kl. 23:30 föstudaginn 20. júní með rútu frá Akureyri til Keflavíkur og var förinni heitið í tónleikaferð til Eistlands. Það var mikill hugur í kórfélögum og allt vel skipulagt og undirbúið af hinni ágætu ferðanefnd. Undir morgun var komið til Keflavíkur og flogið þaðan til Helsinki. Hópurinn sem fór var 74 manns, þ.e. söngstjórinn, kórfélagar og makar, en undirleikarinn og fararstjórinn Jaan Alavere var farinn á undan til síns heimalands. Eftir nokkurra klukkutíma stopp í Helsinki var farið með 2800 manna glæsiferjunni Galaxy til Tallin og ekið þaðan í náttstað til borgarinnar Pärnu, en þangað var komið um 23:45 að staðartíma, um það bil 21 klst. eftir að lagt var af stað frá Akureyri. Það verður að segjast eins og er að hópurinn var fljótur að hverfa til herbergja eftir venjulegan vinnudag á föstudegi og tæplega sólarhringsferðalag að auki.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
1. tónleikar haldnir í Methodistakirkjunni Agape Church í Pärnu
Sunnudaginn 22. júní héldum við svo fyrstu tónleikana í Methodistakirkjunni Agape Church í Pärnu. Tónleikagestir voru milli 50 og 100 manns og var dagskránni afar vel tekið. Að tónleikum loknum var haldið til kvöldverðar að Restaurant Sunset sem er fallegur staður við ströndina. Sungið stanslaust um kvöldið, nema þeir sem fylgdust með fótboltaleik Spánverja og Ítala. Veðrið hér í dag var eins og á góðum sumardegi á Íslandi.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Ferðalag milli borga
Þann 23. júní hélt hópurinn frá Pärnu inn í landið til Tartu sem er 100 þúsund manna borg og næststærsta borg Eistlands. Ferðin þangað gekk vel þó að vegirnir væru afar mjóir og ósléttir þannig að tveggja hæða rútan okkar ruggaði og valt eins og skip í stórsjó. Þennan dag héldu Eistar upp á Jónsmessuna og sjálfstæði sitt og fór hópurinn að sjálfsögðu að kíkja á hvernig það væri gert. Þrátt fyrir slagveðursrigningu þann daginn þá var farið á hátíðahöldin og var það eins og við manninn mælt að þegar allir voru komnir í regnföt og með regnhlífar þá slotaði rigningunni og jafnvel sólin gægðist fram. Heimamenn buðu fyrst upp á skemmtiatriði sem minnti á Ólaf liljurós í 100 og eitthvað erindum á eistnesku, en viðstaddir gæddu sér á grillpinnum og feitum pylsum með grænmetisívafi sem steikt var risagrillum og horfðu á snarkandi varðeld.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
2. tónleikar
Þann 24. júní var dagurinn tekinn snemma og mætt fyrir hádegi í kirkjuna Jaani Kirik og hitað þar upp fyrir örtónleika í hádeginu eða kl. 12.15. Kirkjan er 900 ára gömul og hefur tvisvar verið lögð í rúst, síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Þar sungum við 6 lög við góðar undirtektir, áhorfendur um 40 manns. Klukkan 17:00 héldum við svo alvöru tónleika á sama stað og tókust þeir feiknavel, áhorfendur, sem voru á annað hundrað, fóru að þeim loknum klappandi út úr kirkjunni. Um kvöldið var farið í siglingu með M/S Pegasus eftir á einni í Tartu og þar var feiknamikið sungið og trallað. Að því loknu var kvöldverður á Atlantis og þar var einnig mikið sungið og gaman er að geta þess að þar voru staddir tónleikagestir frá því fyrr um daginn, þeir höfðu mætt í hádeginu og einnig kl. 17 og svo með okkur í mat. Að sjálfsögðu tókum við svo óskalög fyrir þessa nýju aðdáendur okkar.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Skoðunarferð um Suður-Eistland
Miðvikudaginn 25. júni var alveg ágætis veður, það kom smá rignarskvetta en annars bara þurrt og þokkalegt og hiti á að giska 17 stig. Hópurinn dreif sig þá kl. 10:00 í ferðalag til Suður-Eistlands. Ekið var sem leið lá til Taevaskoja sem er afar fallegur staður við ána Ahja, þar má m.a. finna heilsulind sem sagt er að bæti alla kvilla og yngi mann upp. Var þar drukkið ótæpilega úr lindinni og að lokum óttuðust menn helst að kvennakórinn yrði orðinn að stúlknakór á næstu tónleikum. Staður þessi minnti okkur einn helst á Ásbyrgi, nema það að klettarnir eru úr ljósum sandsteini. Í ferðinni var einnig skoðaður ferðaþjónustubúgarðurinn Haanjamehe. Næsti áfangastaður var hæsta fjall Eistlands, Suur Munamägi, heilir 318 metrar á hæð! Til þess að hækka fjallið aðeins settu Eistar þar upp turn allmikinn árið 1939 og hækkuðu hann svo 1959 þannig að þarna gátum við náð 346,7 metra hæð og virt fyrir okkur útsýnið úr turninum.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Haldið til Tallin
Á fimmtudegi 26. júní yfirgáfum við borgina Tartu og héldum til Tallin. Á leiðinni þangað hringdu þau Gestur Einar og Hrafnhildur í morgunútvarpi rásar 2 í varaformann kórsins, Agnesi Arnardóttur, til að fá fréttir af ferðalaginu og að sjálfsögðu var þá tekið lagið fyrir þau í beinni útsendingu. Við komuna til Tallin var byrjað á því að fara í Rocca al Mare, en það er nokkurs konar Árbæjarsafn þar sem rakin er saga húsakosts og mannlífs frá 17. öld og fram undir okkar daga. Að því loknu var tekin önnur skoðunarferð undir leiðsögn eisneskra fararstjóra og nú í gamla bæinn í Tallin sem er alveg stókostlegur. Að síðustu var svo farið með okkur á sönghátíðasvæðið Tallinna Lauluväljak (Tallin Song Festival Grounds, www.lauluvaljak.ee/eng ) þar sem sviðið rúmar 15 þúsund manns og þar eru m.a. haldnar afar fjölmennar kórahátíðir og aðrar alþjóðlegar sönghátíðir. Við (52 konur) mátuðum okkur á sviðið og tókum lagið með glæsibrag, en vorum afskaplega litlar á þessu risastóra sviði.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Tónleikar í Pühavaimu kirkjunni
Síðasti dagurinn hófst með æfingu kl. 10 í Pühavaimu kirkju. Síðan sungum við á torginu fyrir framan kirkjuna kortér fyrir kl 12, sem varð auðvitað til þess að fjöldi fólks fylgdi okkur inn í kirkjuna og hlustaði á tónleikana sem hófust kl. 12:00 á hádegi. Þessir tónleikar tókust bara feiknavel og stöðugur straumur fólks var um kirkjuna á meðan við sungum, gróflega áætlað komu þar um 150 manns. Að tónleikum loknum hófust búðarferðir, borgarskoðun eða kaffihúsarölt allt eftir smekk hvers og eins, síðan var sameinast í lokakvöldverði á veitingahúsinu Peppersack. Ferðin hafði verið aldeilis frábær og kvöddum við nú Eistland með tregablöndnum tilfinningum.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Heimferð
Laugardagurinn 28. júní var tekinn snemma, og ekið sem leið lá að brottfararstað ferjunnar Linda Express sem flutti okkur frá Tallin til Helsinki. Á hafnarbakkanum þar beið okkar fulltrúi rútufyrirtækisins sem skipulagði rútuferðirnar og færði Önu Korbar fararstjóra okkar blómvönd. Að sjálfsögðu sungum við þá fyrir hann í staðinn og að því loknu var okkur ekið á flugvöllinn í Helsinki. Þaðan flugum við svo til Keflavíkur og lentum þar kl. 16:00 að íslenskum tíma. Flestir tóku þá rútuna heim til Akureyrar en aðrir fóru á eigin bílum eða með flugi. Það var frekar þreytulegur en ánægður hópur hópur sem steig út úr rútunni við Brekkuskóla kl. 23:15, enda liðnir 18 klukkutímar frá því ferðalagið hófst. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist afbragðsvel, skipulag og fararstjórn var eins og best varð ákosið. Skoðunarferðir voru mjög fræðandi og vel til þeirra vandað og viðtökur hreint frábærar.
Kvennakór Akureyrar lagði af stað kl. 23:30 föstudaginn 20. júní með rútu frá Akureyri til Keflavíkur og var förinni heitið í tónleikaferð til Eistlands. Það var mikill hugur í kórfélögum og allt vel skipulagt og undirbúið af hinni ágætu ferðanefnd. Undir morgun var komið til Keflavíkur og flogið þaðan til Helsinki. Hópurinn sem fór var 74 manns, þ.e. söngstjórinn, kórfélagar og makar, en undirleikarinn og fararstjórinn Jaan Alavere var farinn á undan til síns heimalands. Eftir nokkurra klukkutíma stopp í Helsinki var farið með 2800 manna glæsiferjunni Galaxy til Tallin og ekið þaðan í náttstað til borgarinnar Pärnu, en þangað var komið um 23:45 að staðartíma, um það bil 21 klst. eftir að lagt var af stað frá Akureyri. Það verður að segjast eins og er að hópurinn var fljótur að hverfa til herbergja eftir venjulegan vinnudag á föstudegi og tæplega sólarhringsferðalag að auki.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
1. tónleikar haldnir í Methodistakirkjunni Agape Church í Pärnu
Sunnudaginn 22. júní héldum við svo fyrstu tónleikana í Methodistakirkjunni Agape Church í Pärnu. Tónleikagestir voru milli 50 og 100 manns og var dagskránni afar vel tekið. Að tónleikum loknum var haldið til kvöldverðar að Restaurant Sunset sem er fallegur staður við ströndina. Sungið stanslaust um kvöldið, nema þeir sem fylgdust með fótboltaleik Spánverja og Ítala. Veðrið hér í dag var eins og á góðum sumardegi á Íslandi.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Ferðalag milli borga
Þann 23. júní hélt hópurinn frá Pärnu inn í landið til Tartu sem er 100 þúsund manna borg og næststærsta borg Eistlands. Ferðin þangað gekk vel þó að vegirnir væru afar mjóir og ósléttir þannig að tveggja hæða rútan okkar ruggaði og valt eins og skip í stórsjó. Þennan dag héldu Eistar upp á Jónsmessuna og sjálfstæði sitt og fór hópurinn að sjálfsögðu að kíkja á hvernig það væri gert. Þrátt fyrir slagveðursrigningu þann daginn þá var farið á hátíðahöldin og var það eins og við manninn mælt að þegar allir voru komnir í regnföt og með regnhlífar þá slotaði rigningunni og jafnvel sólin gægðist fram. Heimamenn buðu fyrst upp á skemmtiatriði sem minnti á Ólaf liljurós í 100 og eitthvað erindum á eistnesku, en viðstaddir gæddu sér á grillpinnum og feitum pylsum með grænmetisívafi sem steikt var risagrillum og horfðu á snarkandi varðeld.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
2. tónleikar
Þann 24. júní var dagurinn tekinn snemma og mætt fyrir hádegi í kirkjuna Jaani Kirik og hitað þar upp fyrir örtónleika í hádeginu eða kl. 12.15. Kirkjan er 900 ára gömul og hefur tvisvar verið lögð í rúst, síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Þar sungum við 6 lög við góðar undirtektir, áhorfendur um 40 manns. Klukkan 17:00 héldum við svo alvöru tónleika á sama stað og tókust þeir feiknavel, áhorfendur, sem voru á annað hundrað, fóru að þeim loknum klappandi út úr kirkjunni. Um kvöldið var farið í siglingu með M/S Pegasus eftir á einni í Tartu og þar var feiknamikið sungið og trallað. Að því loknu var kvöldverður á Atlantis og þar var einnig mikið sungið og gaman er að geta þess að þar voru staddir tónleikagestir frá því fyrr um daginn, þeir höfðu mætt í hádeginu og einnig kl. 17 og svo með okkur í mat. Að sjálfsögðu tókum við svo óskalög fyrir þessa nýju aðdáendur okkar.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Skoðunarferð um Suður-Eistland
Miðvikudaginn 25. júni var alveg ágætis veður, það kom smá rignarskvetta en annars bara þurrt og þokkalegt og hiti á að giska 17 stig. Hópurinn dreif sig þá kl. 10:00 í ferðalag til Suður-Eistlands. Ekið var sem leið lá til Taevaskoja sem er afar fallegur staður við ána Ahja, þar má m.a. finna heilsulind sem sagt er að bæti alla kvilla og yngi mann upp. Var þar drukkið ótæpilega úr lindinni og að lokum óttuðust menn helst að kvennakórinn yrði orðinn að stúlknakór á næstu tónleikum. Staður þessi minnti okkur einn helst á Ásbyrgi, nema það að klettarnir eru úr ljósum sandsteini. Í ferðinni var einnig skoðaður ferðaþjónustubúgarðurinn Haanjamehe. Næsti áfangastaður var hæsta fjall Eistlands, Suur Munamägi, heilir 318 metrar á hæð! Til þess að hækka fjallið aðeins settu Eistar þar upp turn allmikinn árið 1939 og hækkuðu hann svo 1959 þannig að þarna gátum við náð 346,7 metra hæð og virt fyrir okkur útsýnið úr turninum.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Haldið til Tallin
Á fimmtudegi 26. júní yfirgáfum við borgina Tartu og héldum til Tallin. Á leiðinni þangað hringdu þau Gestur Einar og Hrafnhildur í morgunútvarpi rásar 2 í varaformann kórsins, Agnesi Arnardóttur, til að fá fréttir af ferðalaginu og að sjálfsögðu var þá tekið lagið fyrir þau í beinni útsendingu. Við komuna til Tallin var byrjað á því að fara í Rocca al Mare, en það er nokkurs konar Árbæjarsafn þar sem rakin er saga húsakosts og mannlífs frá 17. öld og fram undir okkar daga. Að því loknu var tekin önnur skoðunarferð undir leiðsögn eisneskra fararstjóra og nú í gamla bæinn í Tallin sem er alveg stókostlegur. Að síðustu var svo farið með okkur á sönghátíðasvæðið Tallinna Lauluväljak (Tallin Song Festival Grounds, www.lauluvaljak.ee/eng ) þar sem sviðið rúmar 15 þúsund manns og þar eru m.a. haldnar afar fjölmennar kórahátíðir og aðrar alþjóðlegar sönghátíðir. Við (52 konur) mátuðum okkur á sviðið og tókum lagið með glæsibrag, en vorum afskaplega litlar á þessu risastóra sviði.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Tónleikar í Pühavaimu kirkjunni
Síðasti dagurinn hófst með æfingu kl. 10 í Pühavaimu kirkju. Síðan sungum við á torginu fyrir framan kirkjuna kortér fyrir kl 12, sem varð auðvitað til þess að fjöldi fólks fylgdi okkur inn í kirkjuna og hlustaði á tónleikana sem hófust kl. 12:00 á hádegi. Þessir tónleikar tókust bara feiknavel og stöðugur straumur fólks var um kirkjuna á meðan við sungum, gróflega áætlað komu þar um 150 manns. Að tónleikum loknum hófust búðarferðir, borgarskoðun eða kaffihúsarölt allt eftir smekk hvers og eins, síðan var sameinast í lokakvöldverði á veitingahúsinu Peppersack. Ferðin hafði verið aldeilis frábær og kvöddum við nú Eistland með tregablöndnum tilfinningum.
Kvennakór Akureyrar fór í velheppnaða söngferð til Eistlands í júní í sumar. Ferðin var frábær í alla staði og gerður var góður rómur að söng kórsins hvar sem hann kom fram. Lesið skemmtilega ferðasögu Kvennakórs Akureyrar í þessari frétt.
Heimferð
Laugardagurinn 28. júní var tekinn snemma, og ekið sem leið lá að brottfararstað ferjunnar Linda Express sem flutti okkur frá Tallin til Helsinki. Á hafnarbakkanum þar beið okkar fulltrúi rútufyrirtækisins sem skipulagði rútuferðirnar og færði Önu Korbar fararstjóra okkar blómvönd. Að sjálfsögðu sungum við þá fyrir hann í staðinn og að því loknu var okkur ekið á flugvöllinn í Helsinki. Þaðan flugum við svo til Keflavíkur og lentum þar kl. 16:00 að íslenskum tíma. Flestir tóku þá rútuna heim til Akureyrar en aðrir fóru á eigin bílum eða með flugi. Það var frekar þreytulegur en ánægður hópur hópur sem steig út úr rútunni við Brekkuskóla kl. 23:15, enda liðnir 18 klukkutímar frá því ferðalagið hófst. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist afbragðsvel, skipulag og fararstjórn var eins og best varð ákosið. Skoðunarferðir voru mjög fræðandi og vel til þeirra vandað og viðtökur hreint frábærar.
Fyrsti geisladiskur Kvennakórs Akureyrar er kominn út og hlaut hann nafnið Sólardans á vori. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Arnór H. Vilbergsson og undirleikarar Jaan Alavere og Daníel Þorsteinsson. Hljóðritanir fóru fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg og sá Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) um allar hljóðupptökur og hljóðblöndun. Diskurinn er til sölu hjá öllum kórfélögum en fyrir þá sem ekki þekkja kórfélaga þá er hægt að senda póst á netfang kórsins; kvak(hjá)kvak.is eða hringja í síma 896 2273 og panta diska. Gígjan óskar Kvennakór Akureyrar hjartanlega til hamingju með sinn fyrsta geisladisk.
Kvennakór Akureyrar
Fyrstu drög að kórnum ná aftur til ársins 1997 þegar hópur kvenna tengdar íþróttafélaginu KA ákvað að stofna blandaðan kór sem syngi aðallega létta dægurtónlist. Illa gekk að fá karlaraddir í kórinn, og var honum þá breytt í kvennakór. Veturinn 2000-2001 voru aðeins 16 kórfélagar starfandi og því var ákveðið að kynna starfsemina með söng á kaffihúsinu Bláu Könnunni og auglýsa um leið eftir kórfélögum í nýjan kvennakór. Viðbrögð voru á þann veg að kórfélögum fjölgaði í 100 manns á næstu vikum. Á aðalfundi árið 2001 var ákveðið að gefa kórnum formlega nafnið Kvennakór Akureyrar og undanfarin ár hafa um 80 konur verið stöðugt í kórnum. Frá byrjun til ársins 2003 var stjórnandi kórsins Björn Leifsson, en þá tók við stjórn Þórhildur Örvarsdóttir og stjórnaði í tvö ár. Haustið 2005 tók svo við stjórn Arnór H. Vilbergsson og stjórnaði kórnum þangað til nú í haust. Þá tók við Eistlendingurinn Jaan Alavere, en hann er einmitt undirleikari á nýútkomna diskinum og fór með í söngferðina til Eistlands síðastliðið sumar. Kórinn flytur íslensk og erlend lög, þjóðlög, negrasálma, lög úr söngleikjum og fleira, en yfirleitt eru á dagskrá lög á léttari nótunum. Heimild: http://kvak.is/
Fyrsti geisladiskur Kvennakórs Akureyrar er kominn út og hlaut hann nafnið Sólardans á vori. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Arnór H. Vilbergsson og undirleikarar Jaan Alavere og Daníel Þorsteinsson. Hljóðritanir fóru fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg og sá Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) um allar hljóðupptökur og hljóðblöndun. Diskurinn er til sölu hjá öllum kórfélögum en fyrir þá sem ekki þekkja kórfélaga þá er hægt að senda póst á netfang kórsins; kvak(hjá)kvak.is eða hringja í síma 896 2273 og panta diska. Gígjan óskar Kvennakór Akureyrar hjartanlega til hamingju með sinn fyrsta geisladisk.
Á diskinum Sólardans á vori er að finna eftirfarandi tónlist:
1. Ingimundur fiðla
2. Bara þú
3. Að lindum (Tourdion)
4. Hotaru Koi
5. I Say a Little Prayer
6. Lysthúskvæði
7. María meyjan skæra
8. Sketches from Italy
9. In Venice
10. Carretta Siciliana
11. Gloria Tibi
12. Vísur Vatnsenda-Rósu
13. The Lion Sleeps Tonight
14. Ljósið kemur langt og mjótt
15. Til Kvennakórs Akureyrar
16. Hjá lygnri móðu
17. Praise his Holy Name
18. Elijah Rock
19. Þjóðlífsmyndin
Kvennakór Akureyrar
Fyrstu drög að kórnum ná aftur til ársins 1997 þegar hópur kvenna tengdar íþróttafélaginu KA ákvað að stofna blandaðan kór sem syngi aðallega létta dægurtónlist. Illa gekk að fá karlaraddir í kórinn, og var honum þá breytt í kvennakór. Veturinn 2000-2001 voru aðeins 16 kórfélagar starfandi og því var ákveðið að kynna starfsemina með söng á kaffihúsinu Bláu Könnunni og auglýsa um leið eftir kórfélögum í nýjan kvennakór. Viðbrögð voru á þann veg að kórfélögum fjölgaði í 100 manns á næstu vikum. Á aðalfundi árið 2001 var ákveðið að gefa kórnum formlega nafnið Kvennakór Akureyrar og undanfarin ár hafa um 80 konur verið stöðugt í kórnum. Frá byrjun til ársins 2003 var stjórnandi kórsins Björn Leifsson, en þá tók við stjórn Þórhildur Örvarsdóttir og stjórnaði í tvö ár. Haustið 2005 tók svo við stjórn Arnór H. Vilbergsson og stjórnaði kórnum þangað til nú í haust. Þá tók við Eistlendingurinn Jaan Alavere, en hann er einmitt undirleikari á nýútkomna diskinum og fór með í söngferðina til Eistlands síðastliðið sumar. Kórinn flytur íslensk og erlend lög, þjóðlög, negrasálma, lög úr söngleikjum og fleira, en yfirleitt eru á dagskrá lög á léttari nótunum. Heimild: http://kvak.is/
Fyrsti geisladiskur Kvennakórs Akureyrar er kominn út og hlaut hann nafnið Sólardans á vori. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Arnór H. Vilbergsson og undirleikarar Jaan Alavere og Daníel Þorsteinsson. Hljóðritanir fóru fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg og sá Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) um allar hljóðupptökur og hljóðblöndun. Diskurinn er til sölu hjá öllum kórfélögum en fyrir þá sem ekki þekkja kórfélaga þá er hægt að senda póst á netfang kórsins; kvak(hjá)kvak.is eða hringja í síma 896 2273 og panta diska. Gígjan óskar Kvennakór Akureyrar hjartanlega til hamingju með sinn fyrsta geisladisk.
Á diskinum Sólardans á vori er að finna eftirfarandi tónlist:
1. Ingimundur fiðla
2. Bara þú
3. Að lindum (Tourdion)
4. Hotaru Koi
5. I Say a Little Prayer
6. Lysthúskvæði
7. María meyjan skæra
8. Sketches from Italy
9. In Venice
10. Carretta Siciliana
11. Gloria Tibi
12. Vísur Vatnsenda-Rósu
13. The Lion Sleeps Tonight
14. Ljósið kemur langt og mjótt
15. Til Kvennakórs Akureyrar
16. Hjá lygnri móðu
17. Praise his Holy Name
18. Elijah Rock
19. Þjóðlífsmyndin
Ljósanótt verður haldin í Reykjanesbæ 4. - 7. september. Það verður að venju mikið um dýrðir enda dagskráin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Kvennakór Suðurnesja mun að sjálfsögðu taka þátt í Ljósanótt, en það er orðinn einn af föstu punktunum í starfi kórsins. Kórinn verður í Bíósal Duushúsa laugardaginn 6. september kl. 14.00 þar sem flutt verða nokkur dægurlög, bæði íslensk og erlend, við píanóleik Geirþrúðar Fanneyjar Bogadóttir. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.
Kvennakór Suðurnesja verður með sölutjald í Hafnargötunni á Ljósanótt
Kvennakórinn mun einnig verða með sölutjald á Hafnargötunni kl. 13 - 18 á laugardeginum þar sem seldar verða ljúffengar vöfflur, heitt kakó og kaffi til fjáröflunar fyrir kórinn. Við hvetjum allar kvennakórskonur og aðra landsmenn til að skella sér á Ljósanótt í Reykjanesbæ og auðvitað að kíkja við í tjaldinu hjá Kvennakór Suðurnesja og gæða sér á veitingunum. Dagskrá Ljósanætur má sjá á: http://ljosanott.is/
Kvennakór Suðurnesja verður með sölutjald í Hafnargötunni á Ljósanótt
Kvennakórinn mun einnig verða með sölutjald á Hafnargötunni kl. 13 - 18 á laugardeginum þar sem seldar verða ljúffengar vöfflur, heitt kakó og kaffi til fjáröflunar fyrir kórinn. Við hvetjum allar kvennakórskonur og aðra landsmenn til að skella sér á Ljósanótt í Reykjanesbæ og auðvitað að kíkja við í tjaldinu hjá Kvennakór Suðurnesja og gæða sér á veitingunum. Dagskrá Ljósanætur má sjá á: http://ljosanott.is/
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs